Gripla - 2022, Qupperneq 51
49
Hér virðist flest bera að sama brunni. Ef Sigurður sýr er allegórísk per-
sóna, byggð upp af táknum úr hómilíuhefð kirkjunnar, þá væri hann helst
guð almáttugur, einhvers konar persónugervingur himnaríkis eða a.m.k.
mjög tengdur þeim stað.39
Við þetta er því að bæta að í Ólafs sögu helga hinni sérstöku – en Ólafs
saga helga í Heimskringlu er oft talin yngri og styttri útgáfa af henni (sjá
Whaley 1991) – er Sigurður sýr m.a. sagður spekingur mikill, góður land-
stjórnarmaður, réttlátur og hófsmaður um alla hluti. Verður ekki betur séð
en hér séu komnar höfuðdyggðirnar fjórar: Vitra (viska), styrkur, réttlæti
og hófsemi (sbr. Íslenska hómilíubókin, bls. 151). Maríu saga segir um styrk,
réttlæti og hófsemi, að viðbættri stillingu, að þessa hluti megi engir hafa nema
góðir menn „og kallast þetta líking Guðs, því að sá líkist Guði er þessa hluti
hefir“.40
Þó að þetta sé skýr og afdráttarlaus mynd af guði líkum Sigurði, er
eftirtektarvert að í öðrum heimildum ber hann lítt kristið svipmót.41 Eitt
af bernskubrekum Ólafs var að söðla Sigurði geithafur sem reiðskjóta, en
Sýnagóga, samkunduhús Gyðinga persónugert, var stundum sýnd ríðandi
á geit, og var það ætlað henni til minnkunar.42 Í Morkinskinnu er vísa
þar sem látið er liggja að heiðnu hátterni Sigurðar sýr („gerði garð um
hestreður“).43
Ólafur helgi kemur, sér og sigrar sem ígildi Krists og fyllir töluna eitt
hundrað með endurlausnina í farteskinu. Koma Krists markar skil milli
gamla og nýja sáttmála, Gamla og Nýja testamentisins, gyðingdóms og
kristni, og um þau skil snýst mikill táknheimur í mynd- og ritlist miðalda.
Í því samhengi má velta því fyrir sér, að sé Ólafur hinn heimkomni Kristur,
þ.e. nýi sáttmálinn, þá gætu þau sem fyrir eru verið fulltrúar hins gamla.
Fulltrúar gamla sáttmála voru fjölmargir, en Adam, Eva, Abraham,
39 Grái víði hatturinn og gráa kápan gæti þá verið vísun til skýja, þótt sú túlkun á gráum lit
sjáist hvergi í þeim heimildum sem athugaðar voru (sjá Mynd 4).
40 Ólafs saga helga hin sérstaka, 18. kafli, bls. 31 (sem reyndar er utan heimkomusögunnar
sjálfrar). Sjá einnig Jóns sögu baptista 2 (viska, stilling, styrkleiki, réttlæti) (Unger 1874, bls.
306). Um dyggðirnar, sjá Katzenellenbogen (1964). Maríu saga: Sjá Ásdísi Egilsdóttur o.fl.,
1996, bls. 59. Einnig Meldahl (2007).
41 Hilda Ellis Davidson (1998, bls. 87–88) vekur m.a. máls á því. Hún byggir einkum á
viðurnefni Sigurðar og akuryrkju hans.
42 Mellinkoff (1970, bls. 176).
43 Ármann Jakobsson og Þórður Ingi Guðjónsson (2011, bls. 139).
HÓ MILÍ UTÁKNMÁL Í H E I M S K R I N G L U