Gripla - 2022, Page 52
GRIPLA50
Móse, Salómon, Davíð og Sýnagóga voru hvað algengustu tákngervingar
hans. Athyglin beinist strax að Móse, því að persóna í hófstilltum lit með
staf og hulið andlit, líkt og Sigurður sýr, minnir á hann. Móse er oft sýndur
á miðaldamyndum í tempruðum lit til að minna á að náðina vanti (náðin
kom með Kristi).44 Móse samsvaraði Kristi samkvæmt Elucidariusi, og
„Móses spámaður jarteignar guð almátkan“ segir í gömlu hómilíubroti.45
Sigurður hafði url um andlitið. Orðið url mun tökuorð úr engil-
saxnesku, orel, sem þýðir skýla.46 Andlitsskýla Sigurðar gæti verið vísan
í að Móse huldi ásjónu sína er hann flutti Gyðingum boðorðin, „ ... en
þegar hann gekk til máls við drottin þá tók hann af höfði sér þá hulning
er hann talaði við guð.“47 Þessi andlitsskýla (velamen) varð Páli postula
umfjöllunarefni í samanburði gamla og nýja sáttmála: Gamla testamentið
huldi andlit guðs og þurfti að svipta hulunni af því til að sjá hið sanna orð
hans (2. Kor. 3:13–18).
Ein af stöðluðum helgimyndum af Móse á miðöldum sýnir hann fara
úr skónum að boði guðs (2 Mós. 3, Giess 1961). Sá atburður markar
upphafið að heimferðinni frá Egyptalandi sem endurspeglaðist síðar í
frelsun mannsins í Nýja testamentinu.48 Í biblíuþýðingu í handritinu
Stjórn segir: „Gakk eigi hingað segir guð þá til hans. Tak heldur af þér
skóklæðin fyrir þann skyld að sá staður er heilög jörð á hverjum er þú
stendur“.49 Um Sigurð konung segir: „Nú er konungur hafði þetta mælt
þá sest hann niður og lét draga af sér skóklæði ... “.
Spyrja má hvort talan þrír (þrenningin á akrinum) tengist Móse. Sú
tenging gæti falist í skiptingu mannkynssögunnar í þrjár tíðir veraldar. Ein
var fyrir lög Móse (ante legem), önnur var undir lögum Móse (sub lege), hin
þriðja er undir miskunn (sub gratia), þ.e. frá burði Krists til enda veraldar.
Þrískipting þessi birtist m.a. í Elucidariusi (bls. 73) og Íslensku hómilíu-
bókinni (bls. 108). Þannig hefði Sigurður sem Móse verið fulltrúi fyrir
44 T.d. Meier (1972, bls. 325 –29).
45 Elucidarius (Gunnar Harðarson 1989, bls. 68). Hómilíubrot: AM 624 4to, fol. 24r (Pelle
2016).
46 Bosworth (2014); sjá einnig Bjarna Aðalbjarnarson (1979, bls. 41).
47 Úr biblíuþýðingu í handritinu Stjórn (Unger 1862, bls. 315).
48 Roberts (2014, bls. 103) orðar þetta svo: „The Exodus from Egypt functions as a
fundamental paradigm within which Christ and the salvation he brings is presented and
understood in the New Testament.“ [Brottförin frá Egyptalandi er meginrammi, utan það
hvernig Nýja testamentið fjallar um og túlkar Krist og hjálpræðið sem honum fylgir.]
49 Unger (1862, bls. 259).