Gripla - 2022, Side 53
51
tímabilið undir lögum en fylgdarmenn hans fulltrúar hinna tímanna tveggja.
Tíðunum þremur var jafnað við heilaga þrenningu.50
Stafur var einkenni Móse og var formynd að krossi Krists (Schiller
1971).51 Stafur, hringur og andlitsskýla koma einnig fyrir í sögunni af Júda
og Tamar í Fyrstu Mósebók (38). Júda var einn af sonum Jakobs. Hann gat
tvíburasyni við tengdadóttur sinni og varð annar þeirra ættfaðir konungs-
ættar Gyðinga, þar á meðal Davíðs, Salómons og Krists (Matt. 1:3; Lúkas
3:33). Tamar brá sér í gervi vændiskonu, huldi andlitið til að þekkjast ekki
og tældi Júda til lags við sig. Hann lét af hendi staf sinn, festi og innsigli
sem tryggingu fyrir greiðslu. Myndskreytt biblíuhandrit frá 11.–12. öld
(Cotton MS Claudius B IV) sýnir innsiglið sem hring og á einni myndinni
er Júda með einkennistákn sem vísar til sögunnar, langan staf með hring
á endanum (Mynd 2, sjá einnig Mynd 3). Júda var ein af formyndum
Krists en Tamar var formynd Kirkjunnar.52 Mögulegt er að hringskreyttur
stafur Sigurðar sýr vísi í þessa sögu. Þá má ímynda sér að stafur, hringur,
skór og andlitsskýla séu hópur tákna sem á að tengja Sigurð við Móse
og Júda og þar með Gamla sáttmála. Sigurður er þá ekki í hlutverki til-
tekinnar persónu Gamla testamentisins heldur einfaldlega guð Gamla sátt-
mála. Umbreyting hans úr bláu í rautt við heimkomu Ólafs verður þá vel
skiljanleg. Rauður er litur heilags anda.53 Heildarmerking Sigurðar lýtur
að uppfyllingu lögmálsins við komu Krists: Hann ummyndast úr gamla
lögmálinu í hið nýja. Guð tekur á sig nýja mynd með komu Krists. Rauði
liturinn sem fylgir Kristi táknar líka píslardauða hans. Táknmyndin nær
þó enn dýpra: Þeir sem túlkuðu söguna af Júda og Tamar að týpólógískum
50 Meyer (1975, bls. 118). Liere (2013). Meyer (sama rit, bls. 119) nefnir tvær aðrar
þrískiptingar heimssögunnar þar sem Móse kemur við sögu. Heimsaldrar voru stundum
persónugerðir, t.d. Hildegard frá Bingen (Fox 1987, bls. 186 og áfram).
51 Stafur Móse var jafnan nefndur vöndur, m.a. í elstu varðveittu norrænni biblíuþýðingu
(Stjórn). Vöndur Arons, bróður Móse samsvaraði Maríu mey skv. Þriðju málfræðiritgerðinni
(Ólafur Þórðarson 1927, bls. 89).
52 von Erffa (1995): Ikonologie der Genesis: 2. bindi: 438–45. Manuth (2017).
53 T.d. táknar rauðklæddur riddari í allegóríska ritinu Queste del Saint Graal eld heilags anda,
og síðar í sama riti táknar rauður litur náð heilags anda. (Matarasso 1969, bls. 100 og 173; sjá
einnig Stones 2009). Í verkum Hildegard frá Bingen táknar rauður litur einkum guðlega
ást en fleiri merkingar koma við sögu, t.d. miskunn, réttlæti, guðs reiði og heimsendir (Árni
Einarsson 2001, bls. 393). Sjá einnig Beda (Holder 1994, bls. 50 og 114). Rautt sem litur
blóðs, og þar með Krists, táknar líka endurlausnina (Hopper, bls. 183).
HÓ MILÍ UTÁKNMÁL Í H E I M S K R I N G L U