Gripla - 2022, Side 57
55
Ásta
Persóna Ástu er frekar gagnsæ. Talan fjórir og fjórar áttir koma upp um
hana. Í grunninn táknar talan fjórir jörðina og allt jarðneskt, eins og fyrr
segir, en í kirkjulegu umhverfi táknar talan oftast hina jarðnesku hlið
kristninnar, þ.e. guðspjöllin fjögur eða guðspjallamennina sem breiða út
orð guðs í fjórum áttum heims.58 Jörð er jafnað til kristni í Íslensku hómilíu-
bókinni (bls. 283) og einnig sögð brúður Krists (bls. 300). Í því samhengi fær
stofa Ástu nýja merkingu sem Kirkja, sem líka var brúður Krists. Þegar
fjórar konur skreyttu hana gæti skrautið táknað höfuðdyggðirnar sam-
kvæmt hómilíuhefðinni og jafnframt orð Krists í fjórum guðspjöllum.59
Ásta og/eða stofan gætu verið Kirkjan eða jafnvel samkunduhús Gyðinga
(Sýnagóga) sem umbreytist í kirkju við komu Krists.60 Ásta gæti jafnframt
verið María því að hún var einnig táknmynd kirkjunnar.61 Þá kemur Marta
til greina, en dæmi er um að hún táknaði kirkjuna þar sem hún tók á móti
Kristi í húsi sínu og merkti þannig trúaða sem hreinsuðu híbýli í hjörtum
sínum fyrir Krist.62 Hér er af nógu að taka enda eru þetta miðlægar og
samfléttaðar táknmyndir og ein útilokar ekki aðrar.
Heimkomusagan klifar á tölunni tveir í sambandi við Ástu. Hómilíu-
hefðin minnist á ýmsar tvenndir. Sú sem virðist líklegust er Gamla og Nýja
testamentið en önnur algeng túlkun er Adam og Eva, tvöfalt eðli Krists
sem bæði guð og maður, og ást á guði og náunganum. Ef dýpra er skyggnst
er talan tveir fyrsta kventalan en jafnar tölur voru taldar kvenkyns og líkt
við móður, þar á meðal móður höfuðskepnanna (frumefnanna) fjögurra63
og er þá jarðarsamband Ástu aftur komið. Talan tveir í heimkomusögunni
58 Beda í Holder (1994, bls. 14 og 20), sjá einnig Íslensku hómilíubókina, bls. 258, Enchiridion
(Baker og Lapidge 1995, bls. 221), Árna Einarsson (1997 og 2001) og Hopper (2000, bls.
83–84).
59 Í Íslensku hómilíubókinni (Sigurbjörn Einarsson o.fl. 1993, bls. 75) kemur fyrir hugtakið
skraut andarinnar (þ.e. sálarinnar).
60 Margar konur úr Gamla Testamentinu voru formyndir kirkju og samkunduhússins, sbr.
Rabanus Maurus, PL 111, dálkar 37–38, 41, 49, 57–58, 65, 75, 80 og 82 (Migne 1855).
61 Samsvörun Maríu og kirkjunnar virðist ekki hafa verið opinber guðfræði á þessum tíma en
höfundar á 12. öld léku sér engu að síður með hugmyndina (Cunningham, 1958; sjá einnig
Dillenschneider 1961).
62 Blickling-hómilía (fyrir lok 10. aldar) skv. Pickrel (1944, bls. 78). Sjá Morris 1874–80, bls.
72.
63 Hopper (2000, bls. 39). Martianus Capella (Stahl o.fl. 1971, bls. 277–78). Macrobius (Stahl
1990, bls. 99).
HÓ MILÍ UTÁKNMÁL Í H E I M S K R I N G L U