Gripla - 2022, Page 186
GRIPLA184
Wolf, Kirsten. The Legends of the Saints in Old Norse-Icelandic Prose. Toronto: Uni-
versity of Toronto Press, 2013.
– – –. “Margrétar saga II.” Gripla 21 (2010): 61–104.
– – –, and Natalie M. Van Deusen. The Saints in Old Norse and Early Modern
Icelandic Poetry. Toronto: University of Toronto Press, 2017.
Þorvaldur Thoroddsen. Landfræðissaga Íslands. 4 vols. Copenhagen: Hið íslenzka
bókmenntafjelag, 1892–1904.
Þórunn Sigurðardóttir. “Constructing cultural competence in seventeenth-century
Iceland: The case of poetical miscellanies.” Opuscula 15 (2017): 277–320.
– – –. “Helga Aradóttir in Ögur: A Lutheran Saint?” Sainthood, Scriptoria, and
Secular Erudition of Medieval and Modern Scandinavia: Essays in Honor of
Kirsten Wolf, edited by Dario Bullitta and Natalie M. Van Deusen, 341–64.
Acta Scandinavica 13. Turnhout: Brepols, 2022.
Á G R I P
Galdur, Margrétar saga og handritamenning síðari alda
Efnisorð: Margrétar saga, heilög Margrét, AM 428 a 12mo, barnsburður, fæðingar-
hjálp, handritafræði, handrit kvenna á árnýöld
Dýrlingurinn Margrét frá Antíokkíu hefur lengi verið nátengd við fæðingu.
Margrét á að hafa verið tekin af lífi snemma á fjórðu öld e.Kr. vegna trúar sinnar
eftir að hafa hafnað rómverskum greifa sem vildi eignast hana og fá hana jafnframt
til þess að láta af trúnni. Samkvæmt sögu Margrétar bað hún, rétt áður en hún
var tekin af lífi, fyrir heilsu fæðandi kvenna og barna þeirra og sér í lagi ef eintak
sögunnar væri til á heimilinu. Píslarsaga Margrétar var talin búa yfir verndarmætti
í barnsnauð og allnokkur handrit Margrétar sögu hafa varðveist frá miðöldum í
litlu broti sem bendir til mögulegrar notkunar á barnssæng. Margrétar saga finnst
í fjölda yngri handrita sem eru skrifuð eftir siðaskipti en aðeins tvö handrit eru frá
sautjándu öld. Þeirri skýringu hefur verið varpað fram að vegna tengsla Margrétar
sögu við fæðingarhjálp hafi sagan verið tengd við galdur í hugum fólks og að fæstir
skrifarar hafi þorað að skrifa hana á liðlega 150 ára tímabili (um 1550–1719).
Greinin rekur eigendasögu AM 428 a 12mo á 17. öld og færir rök fyrir að
Margrétar saga hafi ekki farið huldu höfði á Íslandi á þessum tíma. Handritið
geymir Margrétar sögu frá fjórtándu öld en einnig tvær skreyttar titilsíður og
ýmsar kaþólskar og lútherskar bænir sem Jón Þórðarson á Bakka í Melasveit
(1648–1719) lét skrifa á bókfell á árunum 1689–1690. Af titilsíðunum má sjá að
eigandi handritsins var kona Jóns, Helga Sigurðardóttir (d. fyrir 11. júní 1691).
Litríku titilsíðurnar benda til þess að ekki hafi þótt óviðeigandi fyrir íslenska konu
á seinni hluta sautjándu aldar að eiga glæsilegt eintak af Margrétar sögu. Líkur eru
leiddar að því að stækkaða og endurinnbundna handritið hafi verið gjöf Jóns til
Helgu og jafnvel brúðkaupsgjöf. Framsetning Jóns á Margrétar sögu leggur áherslu