Gripla - 2022, Page 268
GRIPLA266
á 17. öld voru bókmenntir klaustursins þó taldar verðmætasta afleifð þess.
Engu að síður skorti á að munkarnir fengju viðurkenningu fyrir afrek sín
á sviði ritlistarinnar.4
Nútímafólk sem heimsækir Þingeyrar af menningaráhuga verður fyrir
vonbrigðum að engar leifar skuli sjáanlegar af kirkjunni og húsunum frá
klausturtímanum þegar bókmenntirnar blómstruðu. Einhverja huggun
veitir náttúrufegurð staðarins og vegleg steinkirkja í miðaldastíl, vígð 1877.
Sama fólk mun þó geta tekið aftur gleði sína þegar það uppgötvar að
klausturbyggingarnar á Þingeyraklaustri stóðu að miklu leyti fram til loka
17. aldar og er lýst í nákvæmum úttektum sem varðveittar eru í Skjalasafni
umboðanna á Þjóðskjalasafni Ísland. Elstu úttektir Þingeyraklausturs hafa
þar til nú farið á mis við þá athygli sem þær verðskulda og hefur enginn
áður skrifað þær upp til að birta á prenti.5 Svo nákvæmar eru lýsingarnar
á húsakosti klaustursins að mögulegt væri að endurbyggja einstök hús að
miklu leyti í upprunalegri mynd með þær að leiðarljósi. Vandasamara er
hins vegar að staðsetja byggingarnar á klaustursvæðinu hverja gagnvart
annarri en vonir standa til þess að fornleifauppgröftur sem nú er í gangi
á Þingeyrum geri það mögulegt að einhverju leyti. Tilgangur þessarar
greinar er að birta þessi forvitnilegu skjöl og segja nokkuð frá því sem
þau hafa að geyma þótt ekki verði hér boðið upp á fullkomna greinargerð
4 Bókmenntasaga Þingeyraklausturs er óskrifuð þótt umfjallanir um rit ábóta, presta,
munka og skólapilta frá Þingeyrum sé víða að finna. Örlítil drög að bókmenntasögu
Þingeyra má finna í samantekt greinarhöfundar, „Þingeyrar Abbey in Northern Iceland:
A Benedictine Powerhouse of Cultural Heritage“. Medieval Monasticism in Northern
Europe, ritstj. Steinunn Kristjánsdóttir. Religions 12:6 (2021), 423; netútgáfa: https://
www.mdpi.com/2077-1444/12/6/423. Um varðveitt handrit frá Þingeyraklaustri, sjá Guð-
björg Kristjánsdóttir, „Handritalýsingar í benediktínaklaustrinu á Þingeyrum“, Íslensk
klausturmenning á miðöldum, ritstj. Haraldur Bernharðsson (Reykjavík: Miðaldastofa,
2016), 227–311, og Guðvarður Már Gunnlaugsson, „Voru scriptoria í íslenskum klaustr-
um?“, sama rit, 173–200.
5 Hörður Ágústsson (1922–2005) listmálari og fræðimaður hefur þó gert athuganir á
úttektunum og tilgátuteikningar á grundvelli þeirra hafa sumar verið birtar með ritgerðum
hans um húsasögu, s.s. í grein hans, „Stavbygning. Island“, Kulturhistorisk leksikon for nordisk
middelalder XVII (1972), 101–4, og í kafla hans um „Húsagerð á síðmiðöldum“, Saga Íslands
IV, ritstj. Sigurður Líndal (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag & Sögufélag, 1989),
261–300; þar á opnu 292–93 er „Hlaðsýn“ að Þingeyraklaustri 1684 sem er tilgátuteikning
byggð á úttektinni í Skjalasafni umboðanna. Þá er teikning eftir Hörð sem sýnir uppsmíð
og langhlið Þingeyrakirkju, byggð á úttektinni 1684, í Gunnar F. Guðmundsson o.fl.,
Íslenskt samfélag og Rómakirkja. Kristni á Íslandi, 2. bindi, ritstj. Hjalti Hugason (Reykjavík:
Alþingi, 2000), 214.