Gripla - 2022, Page 270
GRIPLA268
breidd, 14 álnir og ½ að lengd“ – þ.e. 7,88 m x 7,88 m x 8,3 m), þá kórinn í
miðjunni sem var jafn breiður framkirkjunni en nokkru lægri og fjórðungi
styttri („að lengd 10 álnir 1 kvartel, hæðin 11 álnir 3 kvartel, breiddin vel
13 álnir 3 kvartel“ – þ.e. 5,78 m x 6,73 m x 7,88 m) og loks innri kórinn,
austurendinn, eins og teiknaður inn í helmingi minni tening en fram-
kirkjan („að lengd vel 7 álnir, hæð 8 álnir, breiddin 7 álnir“ – þ.e. 4,01
m x 4,58 m x 4,01 m) þótt hæðin væri aðeins umfram það. Gólfflötur
kirkjunnar og miðkórsins hafa saman myndað ferhyrning sem var rúm-
lega 14 x tæplega 8 metrar. Þar við bætist svo gólfflötur innri kórsins,
um 4 x 4 metrar. Lengd kirkjunnar allrar var því rúmlega 18 metrar
(18,09 m). Miðkórinn var auk þess með krossörmum eða „litlum“ stúkum/
útskotum og þar hefur kirkjan verið breiðust, 10–12 metrar, eftir því hve
djúpar stúkurnar hafa verið (1–2 m) sem ekki er uppgefið í úttektinni. Að
flatarmáli hefur klausturkirkjan á Þingeyrum árið 1684 því verið á bilinu
136–144 fm og þannig mun stærri en þær kirkjur sem síðar voru reistar á
staðnum.
Gengið var inn um dyr á vesturgaflinum með „vel umvendaðri“
(kannski útskorinni) hurð á trévöltum. Neðri trévaltinn hefur að líkind-
um hvílt í steinþró innan við nyrðri dyrastafinn. Á hurðinni var kopar-
hringur og hún hafði skrá með lykli. Á kórnum og kirkjunni voru fimm
glergluggar. Oddatalan bendir til þess að gluggi hafi verið á öðrum
gaflinum og tveir gluggar á hvorri langhlið, sunnanvert og norðanvert.
Giska má á að gluggarnir hafi setið hátt til þess að veita táknrænni birtu
ofan frá og inn í kirkjurýmið eða nálægt ölturunum til þess að varpa dags-
birtu á þau og miðla ljósi frá þeim út í skammdegis- og náttmyrkrið.8
Fjalagólf var í kirkjunni allri og innri kórinn afþiljaður, sennilega með lágu
kórþili sem var með dyrum, dróttum og dyrastöfum. Upp af fjalagólfi innri
kórsins lágu tvö þrep að háaltarinu. Í miðkórnum framan við þilið sem
skildi að miðkórinn og innri kórinn var loft eða svalir. Undir svölunum
voru hvelfingar. Sennilegt er að þessi innrétting hafi verið skreytt útskurði
og blasti hún við er menn gengu í kirkjuna. Úr kirkjuskipinu sást aðeins í
innri kórinn um dyraopið miðsvegar undir svölunum. Í kirkjunni var auk
8 Steinunn Kristjánsdóttir hefur bent mér á að gluggar hafi einnig verið í klausturkirkjunum
í Kirkjubæ og á Helgafelli, brot úr steindu gleri hafi fundist við uppgröftinn í Kirkjubæ og
líka á Skriðuklaustri (með helgimyndum); það bendi til að gluggarnir í þessum klaustur-
kirkjum hafi verið veglegir.