Gripla - 2022, Qupperneq 281
279
sinni að einhverjir stafir og annað timbur hafi verið endurnýtt úr klaustur-
kirkjunni en sem slík var hún rifin árið 1695. Gottrupskirkja var tæplega
fjórtán metrar að lengd („hverrar lengd er 24 ál.“; þ.e. 13,75 metrar) og þar
með ríflega fjórum metrum styttri en gamla klausturkirkjan og einfaldari
smíð og óvandaðri, þrátt fyrir dreissugt turnhýsi sem reis upp úr mæninum
merkt kónginum og með veðurhana á hárri stöng. Smiðurinn var danskur,
þótt hann hefði íslenskan aðstoðarmann, líklega Odd Árnason, og hefur
ekki þekkt íslenska veðrun, auk þess sem nýju kirkjunni var illa við-
haldið af eftirmönnum Gottrups.35 Eftir rúmlega öld var hún gerónýt og
þurfti að rífa hana. Árið 1804 fékk Björn Ólafsson Ólsen umboð fyrir
Þingeyraklaustri og keypti hann jörðina af dönskum stjórnvöldum árið
1812. Þá voru Þingeyrar í niðurníðslu og kirkja Gottrups orðin hrörleg.
Lét Björn byggja litla torfkirkju í hennar stað að hætti fátækra Íslendinga.
Var sú torfkirkja áreiðanlega byggð á grunni hinna eldri og stærri kirkna.36
Altari, dýrlingalíkneski og ýmsir munir
í klausturkirkjunni37
Besta heimildin um gerð hinnar fornu kirkjubyggingar á Þingeyrum er því
samkvæmt ofansögðu úttekt hennar árið 1684, auk þess sem yfirstandandi
fornleifarannsóknir leiða á hverju ári í ljós nýja og ómetanlega þekkingu
„Lýsingar á Þingeyraklaustri á fyrri hluta 18. Aldar“, útg., þýð. og höfundur inngangs Sigfús
Blöndal. Ársrit Hins íslenzka fræðafjelags 1916, 56–68. Handrit Ólafs, NKS 1692 fol., ætti
að vera enn á Konungsbókhlöðu. Varðandi „Gullandsborð“, sjá texta úttektarinnar 1704
hér að neðan.
35 Guðrún Harðardóttir hefur borið kennsl á aðstoðarsmiðinn. Guðrún Harðardóttir, Guðrún
Jónsdóttir, Þór Magnússon og Gunnar Bollason, „Þingeyrakirkja“, Kirkjur Íslands VIII.
Friðaðar kirkjur í Húnavatnsprófastsdæmi II: Auðkúlukirkja, Bergsstaðakirkja, Blönduóskirkja,
Bólstaðarhlíðarkirkja, Hofskirkja, Holtastaðakirkja, Svínavatnskirkja, Undirfellskirkja, Þing eyra-
kirkja, ritstj. Margrét Hallgrímsdóttir, Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson (Reykjavík:
Þjóðminjasafn Íslands o.fl., 2006), 263–314; 267.
36 Guðrún Harðardóttir o.fl., „Þingeyrakirkja“, 268.
37 Rétt er að nefna að í þessum hluta greinarinnar styðst ég við ýmis heimildarit, s.s. Guð-
brand Jónsson, Dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal, Gunnar F. Guðmundsson o.fl. Íslenskt
samfélag og Rómakirkja, og Fredrik B. Wallem, „De islandske kirkers udstyr i middel-
alderen.“ Aarsberetning for norske oldtidsminnesmerkers bevaring. Årsberetning 66 (1910).
Höfuðheimild mín í þessum hluta greinarinnar er þó hin ágæta grein Guðbjargar
Kristjánsdóttur, „Messuföng og kirkjulist: Búnaður kirkna í kaþólskum sið“. Hlutavelta
tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni, ritstj. Árni Björnsson og Hrefna Róbertsdóttir
(Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands, 2004), 246–59, og hef ég stundum tekið orðalag hennar
óbreytt upp og fléttað inn í lýsingu mína á Þingeyraklausturskirkju.
HEIMILDIR UM KLAUSTURKIRKJUNA Á ÞINGEYRUM