Gripla - 2022, Page 289
287
og frammistöðuforma er nefndur annar „formi“ og „frammistöðustóll
med sessu. og .ij. smástólar“, sem allt getur einnig hafa verið í kórnum.
Áðurnefnt orðalag Sigurðarregisturs, „J háalltare margar látinubækr godar
og illar“, og síðar „þar til hinar og adrar skrædur rottnar og gamlar“, sem
líklega á við norrænubækur, bendir til að í innri kórnum, kannski með-
fram veggjunum, hafi bókunum verið raðað svo þétt að ærna fyrirhöfn
hafi kostað að skoða þær allar og telja þær upp með réttum heitum sínum,
fyrirhöfn sem úttektarmenn Sigurðarregisturs hafa viljað sparað sér. Strax
eftir upptalningu bókanna eru nefndar sex kistur („kistur .vj.“). Röð muna
í upptalningunni sannar ekki að bækur hafi verið geymdar í kistunum því
einnig var algengt að geyma messuskrúða í kistum en sennilegt er að ein-
hverjar kistnanna sex hafi verið þannig nýttar. Kisturnar virðast þá hafa
staðið í háaltarinu í innri kórnum og þar í hafi verið geymdar hinar mörgu
latínubækur og norrænubækur sem registrið vísar til.
Fyrst eru tilgreindar um fjörutíu latneskar kirkjubækur (sumt er
óljóst í þessari upptalningu): þrjár Evangelia á altarinu (guðspjallabækur,
tvær innbundnar með silfurspjöldum og ein með koparspjöldum), þrjár
Graduales (kórsöngbækur fyrir allt árið), ein Gradualis (kórsöngbók
eða víxlsöngsbók fyrir allt árið með Davíðssálmum og hymnum), ein
Lectionarium (fyrir allt árið með hómilíum, þ.e. predikunum), tvær
Hymnarii (latnesk hymnasöfn), ein Capitularius (óvíst: safn réttarákvæða
eða rómversk tíðabók, bréfer), ein Processionalis (messubók með textum
og tónlist fyrir helgigöngur), sex Psalterii (Davíðssálmar með almanaki),
tvær Communales (kommonsbækur með Commune Sanctorum; sennilega
sá hluti víxl söngs bóka og tíðasöngsbóka sem hefur sameiginlegt efni úr
ýmsum dýrlingamessum), tvær Canticum (söngbækur), tvær Martyrologia
(tíðasöngbók með efni um píslarvotta), ein Tíðaskipunarbók, ein
Reglubók, tvær Cyriali, ein Missalis (messubók), ein Obituarium
(ártíðaskrá), þrjár Graduales („með sequencium. er með einum kiriall. enn
brestur allar feriumessur“), ein Gradualis (fyrir allt árið), ein Sequencialis
(sekvensíubók), tvær Missales (gætu verið fleiri, eyða er í handritinu,
fyrir allt árið með collectum, guðspjöllum og pistlum), ein Missale (með
öllum hátíðamessum), ein Gradualis (fyrir allt árið með collectum og
söng). Erfitt er að vita hversu margar hinar „mörgu“ latínubækur voru
í háaltarinu en væntanlega hafa þarna ekki verið færri en fimmtíu til
hundrað bækur. Þá eru taldar norrænubækur og sérstaklega tilgreind
HEIMILDIR UM KLAUSTURKIRKJUNA Á ÞINGEYRUM