Gripla - 2022, Page 301
299
Hundruð /Álnir
Item fornt vaðmálshægindi, lítið með ull; virt 2
Þrjár grasdýnur fornar, þó brúkanlegar, fjórða í Hnausum
tilsögð; þrjár rekkjuvoðir nýjar tillátnar, og sjö fornar,
eitt brekán fornt, virt til samans....... 65
Tvennir ullarkambar með járnkembum 12
Hákarlasókn með skinnvað að lengd 40 faðmar
(þar til lofað 20 föðmum vaðs) 45
Item tillátnir einir smiðjubelgir, töng, járnstykki brúkað
fyrir steðja, hamar og sleggja með klofnum skalla,
sem ei kunnum virða þar ei sáum; einn gamall strokkur,
fánýtur, einir ketilkrókar, afhentir; baðstofutjald að lengd
álnir 3 kvartel, breidd vel alin, með svartri kross-
saums útrennslu; virt....... 10
Stofutjald ofið, að lengd vart 18 álnir, breidd vel alin
3 kvartel; virt 80
Lestatjald gamalt, í sumar tillátið, nú slitið og rifið; vef-
staður alfær 15
Kista í stofu, gömul með hespu 10
Item í Hnausum vísað til 10 troga, smárra uppgerðarkeralda tíu og einnar
skyrgrindar, fyrir barinn og óbarinn fisk tillátnar 9 vættir og 1 fjórðungur.
Hestar afhentir, in summa ungir og miðaldra níu. Item roskinn einn og
tíu hross með fjórum folöldum; hey heima á klaustrinu 5 faðmar tillátnir,
meiripartur taða en úthey. Item 4 faðmar með útheyi, tekið fyrir 9½ útheys
faðm og tvo töðu faðma sem klaustrinu á að fylgja.
ANNO 1684, þann 21. september, vorum vér eftirskrifaðir menn, til-
nefndir af Hans Kongl. Majestets assessor in Commerce Collegio og land-
fógeta yfir Íslandi Hr. Christofor Heidemann, Jón Sigurðsson, Þorsteinn
Benediktsson sýslumenn, Árni Geirsson landskrifari, Guðmundur Jóns-
son, Jón Jónsson lögréttumenn, Illugi Jörundsson, Sigurður Jónsson og
Hákon Jónsson hreppstjórar, að uppskrifa og vúrdera Þingeyraklausturs
kirkju, einnig hennar ornamenta að yfirlíta, hver til forvaringar meðtók
kirkjunnar djákni Páll Jónsson, og svo voru ásigkomin sem eftir fylgir:
HEIMILDIR UM KLAUSTURKIRKJUNA Á ÞINGEYRUM
fjórð.