Gripla - 2022, Page 302
GRIPLA300
1. Einn hökull af bláu flaueli með baldýruðu silkitaui, kross á baki og
lista í fyrir. Annar hökull af kamloti (kölluðu) með kross á baki og bal-
dýruðu silkitaui. Þriðji hökull af þrykktu lérefti með baldýruðum gömlum
krossi í bakið, blátt léreftsfóður undir. Fjórði hökull af lérefti með rauðum
krossi á bakið og lista í fyrir, hann með gati en þó brúkanlegur.
2. Rykkilín gamalt, þó vænt og vel brúkanlegt. Í einum stað þarf aðbót.
Annað rykkilín gamalt, þó fínt með rauðu flauelsstykki niður við faldinn í
bak og fyrir, einnig á ermunum. Þriðja [2v] rykkilín, brúkanlegt þó gamalt.
Fjórða nær ónýtt með mörgum bótum. Item eitt slitur af blámerktu lérefti
og annað slitur af kórkápu <af dúklérefti>.
3. Altarisbrún með 15 skjöldum, og einum brotnum, af gylltu silfri.
Önnur altarisbrún silkidregin með léreftsfóðri. Hin þriðja slitur, saumað,
ónýtt. Ein lítil steintafla með léreftsklút ofan yfir. Innsaumað silki í
hornin.
4. Einn silfurkaleikur með patínu, gylltur, gamall, þó vænn. Aðrir þrír
silfurkaleikar með patínum, allir lappaðir; einn af þeim lekur. Lítið tin-
staup þar með fylgjandi.
5. Fjórar koparpípur, ein af þeim lítið löppuð, fimmta með skildi innsett
á þil hjá predikunarstól. Einn kertahaldur nýr með tveimur pípum og vel
brotnu verki, í kórstaf settur; hann til kirkjunnar lagður í stað hjálmbrots
og klukku sem í fyrra reikningsskap umgetur.
6. Lítið skírnarfat af leir, tvenn bakstursjárn, önnur með gati, þó
brúkanleg. Ein skriðbytta brákuð. Skrúðastokkur gamall og lamalaus að
fornu, lítið járnbundinn. Einn rotinn og rifinn grallari, einnig Biblía sem
í umbót fyrir norðan er, mjög lasin. Tvær klukkur í klukknaporti, báðar
vænar. Fjórar klukkur brotnar og rifnar með höldunum afstokknum. Einn
kertahjálmur í Miðkórnum með níu liljum, vænn og vel umvendaður,
hvern þau göfugu hjón Hr. Þorleifur Kortsson og Ingibjörg Jónsdóttir
gefa kirkjunni í minning þess blessaða manns Jóns sáluga Þorleifssonar.
Klukknaportið fínt með lítilfjörlegt súðþak með fjórum stöplum, slám og
syllum. Virt 60 álnum.
7. Kirkjan á hæð 13 álnir 3 kvartel, eins á breidd, 14 álnir og ½ að lengd.
Tíu stöplar í framkirkjunni á hæð hver um sig 8 ½ alin, útbrotastöplar tíu,
hver um sig á hæð 4 álnir og 3 kvartel. Fimm bitar undir sperrum, fjórar
höggsperrur með skammbitum, reisiþil og súð í rjáfri, þrjú langbönd hvers
vegar undir mænitróðu, standþil undir efri syllum og neðri, það laslegt á