Gripla - 2022, Síða 304
GRIPLA302
Jón Sigurðsson Jón Jónsson mpp Þorsteinn Benediktsson
Árni Geirsson meh
Illugi Jörundsson eh Sigurður Jónsson Jón Eyjólfsson
meh Guðmundur Jónsson mpp
Hákon Jónsson meh
Anno 1684, þann 20. og 22. september, voru af oss fyrrskrifuðum, til-
nefndum mönnum Þingeyraklausturs hús sem Inventarium (óúttekin) yfir
skoðuð, álitin og virt sem eftir fylgir:
1. Suðurdyr að framanverðu með sex stöfum undir syllum, fjórum
bitum undir sperrum, sitt langband hvers vegar, með reisiþili og mæni-
tróðu, dróttum, dyrastöfum, hurð á járnum. Plássið þar innar frá milli
Borðhúss og Langabúrs með raft við mænitróðu og tveimur langböndum á
hverja hlið. Virt 80 álnum, uppbót þar til 10 aurar.
2. Langabúrið að lengd 27 álnir, breidd 8 álnir, hæðin vel 8 álnir, með
átta bitum og átta stöfum undir syllum hvorum megin, tvennum lang-
böndum á hvora síðu, áfellum, mænitróðu og vænum raftvið. Þil með
hurðum fyrir báðum stöfnum ofan og neðan bita með dróttum og dyra-
stöfum. Virt 5 hndr., álagið 15 aurar.
3. Borðhúsið að lengd vel 10 álnir, breiddin 5 álnir. Tíu stafir undir
syllum, fjórir bitar undir dvergum og hliðásum, fimm vaglar undir mæni-
tróðu. Þil undir bita að framanverðu með dróttum, dyrastöfum og hurð á
járnum. Virt 11 álnir, þess uppbót 1 hndr.
4. Eldhús vart 18 álnir á lengd, breidd vel 7 álnir, með tólf stöfum
undir syllum, hliðásum, vöglum og sex bitum; með standþili, bjórþili og
hurð á járnum, dróttum og dyrastöfum. Húsið alt vænt og vel stæðilegt.
Önnur hurð fyrir eldhúsdyrum sem inn í bæinn liggja með dróttum og
dyrastöfum. Húsið allt virt 5 hndr., uppbót þar til 50 álnir.
5. Eldiviðarhús þar innar af, mjög gamalt með tveimur bitum, sex stöf-
um annars vegar undir syllum, en annars vegar kunnum ei vel til að sjá
sökum þrengsla af eldivið. Brúnásar báðum megin með sjö stöfum undir.
Raftviður sumpart og máttartré nýtilegt. Hurð fyrir útidyrum, veggir mjög
slæmir. Húsið virt 12 aurum, þess uppbót 3 hndr.
6. Göng þar frá til Eldhúss, innfallin að öðrum vegg, með syllum, bitum
og þremur sperrum, fjórum stöfum. Virt 12 álnum, uppbót 10 álnir. Göng