Gripla - 2022, Qupperneq 305
303
frá Eldhúsi með tíu stöfum undir syllum, fimm bitum, vöglum og mæni-
tróðu, vel stæðileg efra og neðra. Virt 20 álnum, ábótin 10 álnir.59
7. Göng frá Anddyrum til Lönguganga með sjö stöfum undir syllum,
fjórum bitum, dvergum, mænitróðu og sæmilegum raftvið. Virt 10 aura,
álag 20 álnir.
8. Löngugöngin, þeirra lengd 42 ½ alin, breidd 2 ½ alin, með tuttugu
og sex stöfum undir syllum, þrettán bitum, auknum syllum sums staðar,
brotnum sperrum og langböndum lítilfjörlegum, raftvið fínum víða, þó
sums staðar fáreft, fúið og innbrotið. Veggir fyrir utan einar 10 álnir gamlir
og slæmir. Virt 1 hndr., uppbótin 2 hndr.
9. Búr að lengd 8 álnir og kvartel, á breidd vel 6 álnir, með sex stöfum
og syllum annars vegar, þremur bitum og þremur vöglum, brúnásum,
mænitróðu og mjög fúnum raftvið. Einn biti lamaður með staf undir. Veggir
mjög laslegir og gamlir. Húsið virt 50 álnir, þess uppbót 1 hndr., 60 álnir.
10. Fremrabúr, þess lengd 14 álnir 3 kvartel, breidd 6 álnir. Tveir stafir
undir syllum og vegglægjum með fjórum bitum, [3v] hliðásum, vöglum og
mænitróðu. Raftviðurinn sums staðar nýtilegur, víða þó mjög innfallinn,
veggir óduganlegir.
11. Göng þar fram frá með tveimur stafgólfum, vegglægjum, fjórum
stöfum og mænitróðu, nýtilegum raftvið, hurð fyrir á járnum. Til samans
virt 15 aurum, uppbótin 2 hndr.
12. Stórabaðstofa að lengd 15 álnir, að breidd 6 ½ alin, hæð 6 ½ alin.
Sextán stafir undir syllum, fjórir bitar undir sperrum, höggsperrur fjórar.
Skammsperrur einar, tvenn langbönd hvorum megin margaukin, raft-
viður forn í rjáfri, brotin sylla og flestur viður fánýtur. Sinn pallur hvorum
megin, hápallur á bita hinn þriðji í einu stafgólfi. Með hurð á járnum,
dróttum og dyrastöfum. Húsið in summa virt 3 hndr., uppbótin 9 hndr.
13. Barnahús að lengd 6 álnir, að breidd 2 ½ alin. Sjö stafir undir syllum,
þrír bitar undir sperrum, sitt langband hvors vegar og mænitróða. Þil í
rjáfri, rúm með palli í einu stafgólfi, þar fyrir dyrastafir með drótt, þiljað
fremra stafgólf að mestu á báðar síður. Dyrastafir fyrir framan, hurð á
járnum með klinku, þrjár fjalir beggja megin dyrastafa. Húsið sterkt og
stæðilegt, virt 2 hndr., ábætislaust.
59 Hér eru talin tvenn göng saman, ein stutt (fjórir stafir, tveir bitar) frá Eldiviðarhúsi til
Eldhússins og önnur lengri (tíu stafir, 5 bitar) út úr Eldhúsinu (en hvert?). Þau eru verð-
metin hver í sínu lagi en bæði talin undir 6. lið.
HEIMILDIR UM KLAUSTURKIRKJUNA Á ÞINGEYRUM