Gripla - 2022, Síða 306
GRIPLA304
14. Húskofi fyrir framan Stórubaðstofu. Virtur 30 álnum, uppbót 1 hndr.
15. Göng millum Stórubaðstofu og Nýjubaðstofu að lengd vel 20 álnir.
Með þrettán stöfum, fimm sperrum, sex bitum, langböndum sínu á hvora
hlið. Með innföllnum og fánýtum raftvið, sums staðar tilgenginn, með
gömlum og geltum veggjum. Virt 35 álnum, uppbótin 1 hndr. 80 álnir.
16. Nýjabaðstofa á breidd 6 álnir, lengd 10 ½ alin, á hæð 6 álnir og
kvartel. Með afþiljuðu einu stafgólfi. Reisiþil í rjáfri, gamalt og moskað.
Standþil allt í kring, utan í einu stafgólfi annars vegar. Með tveimur bitum
og sperrum á lofti, tvenn langbönd á hverja síðu, fóðruðum bekk, borði,
stólum og forsæti; með tveimur hurðum á járnum. Tveir glergluggar heilir
að mestu. Tröppur undir borði og fjalagólf í húsinu, víða að veggjum til-
gengið og hrörlegt. Virt 3 hndr., uppbótin 3 hndr.
17. Hús innar af Baðstofunni alþiljað með nýjum fjalavið í rjáfri, einum
bita á lofti, fjalagólfi og vænni hurð. Að lengd vart 5 álnir, breiddin 3 álnir.
Virt 110 álnum.
18. Norðurdyr frá Baðstofunni að lengd 11 álnir, breidd 2 álnir og kvartel.
Með fimm sperrum, bitum, syllum og þili undir bita og í rjáfrinu, nema
nokkuð úr fallið á hurðarbaki við útidyr; þar með þili framan undir og hurð
á járnum og önnur fyrir innri dyrum. Virt 110 álnir, uppbótin 50 álnir.
19. Kjallarahús þriggja stafgólfa með átta stöfum og fjórum bitum, að
viðum og veggjum lasið og lítilfjörlegt; með hurð á járnum, dróttum og
skrá og dyrastöfum. Virt 25 álnir, uppbótin 50 álnir.
20. Stórastofan að lengd 20 álnir, breidd vel 8 álnir, á hæð vel 8
álnir. Með fjórtán stöfum, undirsettum beggja vegna, sjö bitum og sjö
sperrum, þremur langböndum hvorum megin, bjórþili á einum bita.
Fyrir innan tvö stafgólf, þil framan undir efra og neðra með dróttum,
dyrastöfum og hurð með skrá á járnum. Stofan þiljuð efra og neðra að
tveimur stafgólfum fráskildum, þau með raftvið í rjáfri. Item fyrir framan
háborðsstæði þiljað undir bita með fjölum og tralverki. Hurð fyrir á
járnum. Fóðraðir bekkir umhverfis, háborðið með fóðruðum skörum.
Sex borð í stofunni með bekkjum og forsætum að fremsta stafgólfi. Þrír
glergluggar, einn af þeim laskaður og sá fjórði brotinn. Stofan virt 8 hndr.
Uppbótin 10 hndr.[4r]
21. Fyrir framan stofudyr, sem svarar einu stafgólfi, þiljað uppi og niðri
með þremur langböndum hvors vegar og langbekk 4 ½ alin. Virt 12 aurum,
uppbót 25 álnir.