Gripla - 2022, Síða 308
GRIPLA306
28. Anddyri með lofti og þremur bitum undir, lengd 5 álnir og ½, breidd
vel 7 álnir. Með tveimur syllum slæmum, sex stöfum og fánýtu þili að
innanverðu undir. Fjalaloft fínt á bitum með þremur sperrum og súðþaki
fornu, brostið í mæni. Virt efra og neðra 60 álnir, ábótin 80 álnir.
29. Karldyr með fremur stuttum bitum, á lengd vart 4 álnir, og tveimur
syllum með sömu lengd, fjórum stöfum og standþili, mjög tilgengnu,
skammsyllum, aursyllum, fjalagólfi, dróttum, dyrastöfum og hurð á járn um.
30. Lítið port þar upp af með einum sængurstokk og bríkum, hvolfi upp
úr og tveimur glergluggum, hurð á járnum með skrá og fóðruðum stiga,
standþili framan undir og súð þar utan yfir ofan að bita með sínum vind-
skeiðum. Það virt 2 hndr., uppbót 15 aurar.
31. Fiskaskemma að lengd 9½ alin, breidd 6 álnir 3 kvartel, [4v] hæð 6
álnir 3 kvartel. Tíu stafir undir bitum og syllum, <með> fjórum sperrum
undir tveimur langböndum hvors vegar. Mænitróða, þil fyrir framan, ofan
og neðan bita, hurð á járnum, dyrastafir, skrá og hespa fyrir húsinu. Bjórþil
aftanvert fyrir ofan bita. Virt 1 hndr. 80 álnir. Þetta hús nær að falli komið
þá Hr. Þorleifur við tók.
32. Annað Skemmuhús að lengd 9 álnir, breidd 5 álnir og 1 kvartel, hæð
6½ alin. Átta stafir undir syllum, fjórir bitar undir sperrum, tvö langbönd
hvors vegar, og mænitróða. Þil fyrir framan, undir bita, fyrir ofan og
neðan. Hurð á járnum með dyrastöfum, hring og hespu. Húsið virt 4 hndr.
33..Reiðingaskemma að lengd vel 13 álnir, breidd 5½ alin, hæð 6 álnir
kvartel. Tíu stafir undir syllum, fimm bitar undir sperrum, tvö langbönd
hvers vegar og mænitróða. Veggir fánýtir með dróttum, dyrastöfum og
hurð á járnum. Húsið virt 80 álnum, uppbót þess 80 álnir.
34. Smiðjuhús á hlaðinu, reft um einn mæniás og sinn ás, og um ás
á hvorri hlið, með gagnlegum rafti, hurð og dyraumbúningi, langhliðar-
veggjum stæðilegum, stafnalasið. Virt 25 álnum, ábót 10 álnir.
35. Annað hús, kallað Gamlasmiðja, með einum bita, mænitróðu og
tveimur langböndum; gagnlegt að raftvið, gaflhlað annað lasið. Virt 35
álnum.
36. Traðarhús, gjört upp að nýju úr slæmu hesthúsi, með bita, hliðásum
og mænitróðu, hurð á járnum með dyraumbúningi, vænt að viðum og
veggjum. Virt 80 álnir.
37. Hesthús fyrir neðan völlinn með einum bita og stall fyrir gafli, hurð
fyrir á járnum. Það virt 35 álnum.