Gripla - 2022, Síða 311
309
Úttekt Þingeyraklausturs 1704
Þjóðskjalasafn. Skjalasafn umboðanna. Þingeyraklaustur VII, 2B
[9 blöð í arkarbroti]
[1r]
Anno 1704, þann 26. mars, að Þingeyrum, vorum vér undirskrifaðir menn
tilkallaðir og beðnir af eðla herra Lauritz Christianssyni Gottrup lögmanni
norðan og vestan á Íslandi að skoða og uppskrifa sem og mæling á að leggja
Þingeyraklausturs hús og bygging, hver að svo var á sig komin sem eftir
fylgir:
1. Karldyrnar að þeim íslensku bæjarhúsum, 8 ál. á hæð, á lengd vel
4 ál., á breidd 4 ál. 1 ½ kvart., með sex stöfum undir syllum og áfellum,
þremur bitum undir sperrum, langböndum og mænitróðu. Þiljað að
framanverðu allt í aurslá með langsettum fjalvið og utan á lögðum listum
ofan yfir hvert mót. Ánegldar með járnsaum. Dyrnar eru að utanverðu með
útskornum vindskeiðum, stöng og veðurhana upp af; þetta farvað [þ.e.
málað] en þilið með listunum allt vel bikað. Á fremra bjórþili dyranna er
vænn glergluggi með velvönduðu og förvuðu dragloki af panelverki. Þessar
dyr eru byggðar hið efra, alþiljaðar allt um kring með lofti og bjórþili að
innan með skrálæstri hurð og förvuðum tröppustiga, item þiljaðar hið
neðra á báðar hliðar, með fjalviðargólfi og fóðruðum langbekk annars vegar,
samt [þ.e. ásamt] velsterkum dyraumbúningi með stórri hurð á járnum og
annarri minni úrskorinni og á járnum, hver að er með járnloku og sterkum
hengjum. Aðalhurðin með hespu og kring að utan og tréloku að innan.
2. Anddyri innar af með sömu hæð, að lengd 9 ál. 3 kvart., 5 ál. á breidd,
með fjórum stöfum undir syllum og áfellum, tveimur bitum á lofti undir
sperrum, með langböndum, mænitróðu og reisifjalviðarrjáfri. Í þessum
dyrum er og loft að lengd eins og dyrnar.
3. Göng frá Anddyrum og til Eldhússdyra að lengd 29 ál. 2 ½ kvart., á
breidd 3 ál. 1 ½ kvart. á hæð 5 ál., með [1v] 26 stöfum undir syllum og
áfellum, 9 bitum undir sperrum, langböndum, mænitróðu og fjalviðar-
upprefti.
4. Stóriskáli að lengd 22 ½ al., á breidd 7 ál. 3 ½ kvart., á hæð 7 ál.
3 kvart., með sextán stöfum undir syllum og áfellum, níu bitum undir
sperrum, þrennum langböndum, mænitróðu og reisifjalvið í rjáfri, þiljaður
af þverslám undir syllur á báðar síður, með standþili og bjórþili að framan-
HEIMILDIR UM KLAUSTURKIRKJUNA Á ÞINGEYRUM