Gripla - 2022, Qupperneq 312
GRIPLA310
verðu, dróttum, dyrastöfum og hurð á járnum. Í syðri enda skálans eru tvær
stafnsængur og þar fyrir framan eru átta bríkarrúm beggja vegna alfær, með
slám og stöfum, þar fyrir framan afþiljaðar lokrekkjur, dyr hvors vegar,
önnur með hurð á járnum, þar fyrir framan alfær tvö rúm sitt á hverja síðu,
með skörum innar í gegn.
5. Í syðri enda þessa húss [þ.e. Stóraskála] er afþiljað loft yfir hálfu öðru
stafgólfi velvandað með bjórþili til beggja stafna, með skrálæstri hurð,
glerglugga á austursíðu og tröppustiga með tveimur handrimum [þ.e. hand-
riðum] sinni hvors vegar. Þetta er prestsins Studii Camers.
6. Í nyrðri enda skálans [þ.e. Stóraskála] er afþiljað Loft yfir einu staf-
gólfi er djákninn brúkar, alþiljað með bjórþilum, undir fram og til baka,
og skrálæstri hurð á járnum og handarhaldsjárni [þ.e. handfangi úr járni]; í
þessu Lofti er og glergluggi á austursíðu og rimastigi fyrir.
7. Prestaskáli að lengd eitt stafgólf, á breidd 7 ál. 1 kvart. og á hæð 7
ál. með fjórum stöfum undir syllum og áfellum, tveimur bitum undir
sperrum, langböndum tvennum, mænitróðu, alþiljað efra og neðra allt í
kring með dróttum, dyrastöfum og hurð á járnum. Í húsinu eru tvö alfær
bríkarrúm með tvennum skörum.
8. Borðhús þar innar af með sömu hæð og breidd sem það, [2r] skemmra,
9 ½ al. að lengd, með sex stöfum undir syllum og áfellum, þremur bitum
undir sperrum, tvennum langböndum, mænitróðu og fjalviðarupprefti,
með dróttum dyrastöfum og skrálæstri hurð á járnum.
9. Stórabaðstofa að lengd 15 ál. 3 kvart., 7 ál. 1 ½ kvart. á hæð og á
breidd 6 ½ al. með þrettán stöfum undir syllum og áfellum, fimm bitum
undir sperrum, tvennum langböndum og mænitróðu, alþiljuð í rjáfri og
einu stafgólfi á báðar síður af slám. Húsið með dróttum, dyrastöfum og
hurð á járnum, með járnkljúkku, hespu og kring að framan. Því húsi fylgja
tveir pallar vel sterkir með vanalegum umbúningi öðrum.
10. Matarbúr á lengd 16 ál. 1 kvart., á hæð 6 ál., á breidd 7 ál. með
tólf stöfum undir syllum og áfellum, þremur bitum undir dvergum og
brúnásum, vöglum, skammbitum, mænitróðu, mestanpart af fjalviðarupp-
refti. Dyrnar hússins eru með tveimur stöfum undir syllum og áfellum,
tveimur bitum undir sperrum, mænitróðu og fjalviðarárefti, dyraumbún-
ingi og skrálæstri hurð á járnum með hespu og kring.
11. Eldhús að lengd 13 ál. 3 kvart., á breidd 8 ½ alin, á hæð 7 ál. með tíu
stöfum undir syllum, fimm bitum, brúnásum, vöglum, dvergum, skamm-