Gripla - 2022, Page 314
GRIPLA312
17. Ráðsmannsskemma að lengd 9 ál. 3 kvart., á breidd 8 ál. 2 ½ kvart., á
hæð 7 ál. 1 ½ kvart. með sex stöfum [3r] undir syllum, þremur bitum undir
sperrum, tvennum langböndum, mænitróðu og sterku greniviðarupprefti.
Á vestri stafni hússins er bjórþil fyrir ofan bita með vindskeiðum og veður-
hana, hvorutveggja förvuðu. Dyr hússins eru með fjórum dyrastöfum undir
syllum, tveimur bitum undir sperrum, mænitróðu og greniviðarupprefti,
bjórþili að framanverðu með förvuðum vindskeiðum og sterkum
dyraumbúnaði, hurð á járnum með hespu og kring.
Öll þessi framanskrifuð bygging er svo niður köntuð að tillíkist með [þ.e.
hún fellur að] ferköntuðu hlaði af hnöttóttu grjóti, vel þétt og skikkanlega
niðurlögðu og með sandi sléttu og jöfnuðu en að utanverðu er Port með
tveimur sterkum stólpum og yfirtré samt sterklegri vængjahurð, á hæð 4 al.
3 kvart., eins á breidd, á rammbyggðum járnlömum með kring og loku.61
Úr fyrrnefndri vængjahurð er úrskorin hurð með vel sterkum járnum,
hverja alla hér fyrir skrifaða bygging hefur herra lögmaðurinn að viðum
veggjum slétt að grunni uppbyggja látið, svo hún finnst að öllu leyti vönduð
og vel sterklega uppbyggð.
Hér fyrir utan upp á þá eystri síðu fyrrskrifaðrar byggingar er eitt Timbur-
hús uppbyggt með danskri bygging sem svo er á sig komin að lengd, breidd og
hæð sem sérhverju öðru ásigkomulagi er vér fáum næst komist, sem eftir
fylgir:
Corpus hússins er að lengd 31 ¼ al., að breidd 11 ½ al., að hæð 10 ½ al.
Þetta hús er með bindingsverki og stöfum milli, slegið [þ.e. fyllt] með mó,
þiljað allt húsið að utan og listað með móti hvers borðs allt um kring með
járnsaum frá höfuðsyllum til aursyllna; rjáfrið er með súðþaki af vænum
Gullandsborðum62 en til gaflhlaða að utanverðu eru settar vindskeiðar
með vænum útlenskum vindhönum af úthöggnu járnverki og gylltum [3v]
knöppum og veðurvitum. Á syðra bjórþili hússins eru tveir glergluggar
með förvuðum panelverksdráttarlokum fyrir en á þeim nyrðra stafni er
61 Þessa úttekt Þingeyraklausturs má bera saman við „Lýsingar á Þingeyraklaustri á fyrri hluta
18. aldar“ í óútgefnum endurminningum sr. Ólafs Gíslasonar á dönsku en hann dvaldist þar
í bernsku sinni. Kaflinn um Þingeyrar var þýddur og gefinn út af Sigfúsi Blöndal í Ársriti
Hins íslenska fræðafjelags 1916, 59–68.
62 Gullandsborð voru innflutt gæðatimbur frá Gotlandi í Svíþjóð, segir Páll Vídalín í Skýringar
yfir fornyrði lögbókar þeirrar er Jónsbók kallast, 209.