Gripla - 2022, Síða 315
313
gluggi stór með hurð fyrir á járnum og upp yfir þessum glugga í bjórnum
og svo langt inn í húsið sem þénar er byggð ein vinda. Þetta hús er allt um
kring ofan og neðan velbrætt og með soðnu biki yfirdregið.
Byggingin að innanverki er svo sundurdeild og afþiljuð sem eftir fylgir:
1. In primis Stórastofan, syðstipartur hússins, fimm stafgólf öll innan-
þiljuð með tré, samfelldum hefluðum borðum, allt frá efsta og til neðsta,
með fjórtán stórum glergluggum, þeir allir með velvönduðum körmum og
rámum, á járnum og hjörum og „leihna“-tillíkingu.63 Draglok málað með
panelverki er utanfyrir sérhverjum þessara glugga, allt sterklega og vel-
tilsett. Dyrnar að framanverðu af panelverki með dobbelskrá, „teöcher“64
og vænum útlenskum lömum.
2. Önnur stofa, kölluð Dagleg stofa, þar fram af, með panelverki
umhverfis frá efsta og til neðsta, prýðilega umvönduð með fjórum gler-
gluggum með körmum, rámum og dráttarlokum fyrir, eins og á syðri
stofunni; item einum förvuðum langbekk á vestari síðu, panelverksdyrum
og þar á útlenskum lömum með klinku.
3. Kokkhús þar næst með þremur stafgólfum, einum glugga, karmi og
dráttarloki fyrir af panelverki, það allt og í einu þili fyrir utan gólfið. Þar
inni er einn skorsteinn af múrgrjóti, ummúraður upp úr hæð hússins, item
rennistokkur [þ.e. frárennsli] úr kokkhúsinu. Fram í stofuna liggja einar
dyr, útsnikkaðar með panelverki, hurðin með lömum útlenskum og klinku.
4. Af vestari síðu Kokkhússins er afþiljað Spidskamers [þ.e. Broddher-
bergi] með glerglugga, skrálæstri hurð á útlenskum lömum. [4r]
5. Af austari síðu þeirrar Daglegu stofu eru byggð hálfhús með sam-
fastri síðu við aðalhúsið og sömu bygging að utanverðu, listað og bikað
með krossbinding og mó, að lengd 10 ál. 3 kvart., á breidd 3 ál. 1 ¼ kvart.,
á hæð 4 ½ al., hvert afþiljað er fyrirnefndri stofu og af henni útaukið í þrjú
Kamers er kölluð eru.
6. Vetrarstofa vel og prýðilega umvönduð, öll efra og neðra með olíu-
farva yfirdregin, samt tveimur stórum glergluggum með uppdráttar
panelverks förvuðum lokum fyrir að utanverðu. Húsið er með sama smíðis
hurðu á lömum með klinku og handarhalldsjárni.
63 Óvíst hvað orðið merkir.
64 Óvíst hvað orðið merkir.
HEIMILDIR UM KLAUSTURKIRKJUNA Á ÞINGEYRUM