Gripla - 2022, Side 317
315
vandaðri umgjörð og tillíkingu að utanverðu. Item liggur úr Kjallaranum
alþiljaður uppgangur á þrjár síður með tröppustiga í stofuna og þar fyrir
skrálæstu lúkuloki á hjörum.
15. Framar er þetta Danska hús skorðað og stutt með fimm trjám á
báðar síður, þau bikuð og velfest húsinu til þarfinda [þ.e. gagns].
16. Af nyrðri enda Kokkhússins eru Göng, að lengd 5 al. [5r] 3 ½ kvart.,
að hæð 4 ½ al., á breidd vart 2 al. með sex stöfum undir syllum og áfellum,
þremur bitum undir sperrum, þiljuð umhverfis í rjáfri og á báðar síður.
Út úr þessum Göngum eru dyr á austari síðu með fjórum stöfum undir
syllum, tveimur bitum undir sperrum, mænitróðu, langböndum, þiljaðar
umhverfist efra og neðra með bjórþili að utanverðu og álögðum listum,
velseymdum, öllu bikuðu. Item vindskeiðum förvuðum og veðurhana.
Ytri dyrnar með hurð á járnum og danskri læsing fyrir, innri og með hurð
á járnum, krók og hring.
17. Hús norður af þessum Göngum, kölluð Barnabaðstofa, að lengd 7
ál. 3 ½ kvart., á hæð 7 ál., en á breidd 5 ál. með sex stöfum undir syllum og
áfellum, fjórum bitum undir sperrum, tvennum langböndum, mænitróðu.
Húsið umhverfis efra og neðra allt í einu samfelldu hefluðu þili með inn-
settum skrálæstum skáp í hvert gaflað með lömum. Öðru megin hússins
dyra eru fóðraðar tröppur með fóðruðum langbekk og krokkbekkjum,
annars vegar er velkantaður pallur, þiljaður allt að aurslá framan verðu
með hurð á járnum, stigi fyrir pallinum og göng. Rúmið hússins er með
fjalviðargólfi með sterklegum dyraumbúningi, hurð á járnum, handarhalds
járn og klinku. Þetta hús hefur herra lögmaðurinn ásamt hinum fyrr-
skrifuðum að viðum og veggjum uppbyggja látið klaustrinu til þarfinda.
Framar þessari byggingu er eitt hús áfast bænum eftirstandandi af þeim
gömlu klaustursins húsum, og þá kallaðist Stórabaðstofa, en nú er brúkað
til eldiviðar, að lengd 15 ½ al., breidd og hæð hússins viðlíkt og sjá má af
Eldahúss uppskriftinni [þ.e. 7 ál., skráð 6 ½ al. í úttekt 1684], það laslegt af
viðum og veggjum. [5v]
Hér fyrir utan eru þessi úthýsi sem herra lögmaðurinn hefur að viðum og
veggjum klaustrinu til þarfinda upp byggja látið.
1. Smiðja að lengd 11 ½ al., að breidd 5 al. 1 kvart., á hæð 5 al. 3 kvart.
með átta stöfum undir syllum, fjórum bitum undir sperrum, tvennum lang-
böndum og sterku greniupprefti, dyrnar með fjórum stöfum undir syllum,
HEIMILDIR UM KLAUSTURKIRKJUNA Á ÞINGEYRUM