Gripla - 2022, Page 318
GRIPLA316
tveimur sperrum, sæmilegu upprefti, með bjórþili að framanverðu, með
vindskeiðum förvuðum og stöng þar upp af. Dyraumbúningur, hurð á
járnum <með> hespu og kring.
2. Kolahús innar af Smiðjunni að lengd 4 ál., á breidd 3 ál., hæðin 4 ál.
1 kvart. með fimm stöfum undir syllum, tveimur bitum undir dvergum,
mænitróðu og hurð á járnum og þénanlegu upprefti.
3. Fjós að lengd 22 ál., að breidd 9 ½ al., að hæð 5 ál. með syllum,
brúnásum og þrjátíu stöfum undir hvortveggju, sjö bitum og sjö dvergum,
samt mænitróðu og þéttu greniárefti, dyrnar með fjórum dyrastöfum, síðan
flatreist yfir, með hurð á járnum.
4. Hlaða innar af fjósinu að lengd 15 ál., að breidd 5 ½ al. en á hæð 4
½ al. með tveimur bitum, fjórum stoðum, tveimur dvergum, vegglægjum,
hliðásum og mænitróðu, með sterku greniupprefti. Dyrnar með fjórum
stoðum, flatreft yfir, og hurð á járnum.
5. Forfjós að lengd 7 ál., að breidd 6 ál. og að hæð 4 ál. 1 kvart með
einum bita, einum dverg, vegglægjum, hliðásum, mænitróðu, sterku upp-
refti, með fjórum dyrastöfum, dyraumbúningi og hurð á járnum.
6. Geldnautafjós að lengd 12 ál. 1 kvart., að breidd 7 ál. 3 kvart., hæðin er
4 ál. með níu stoðum undir hliðásum, máttartrjám og vænu greniupprefti,
samt sterkum dyraumbúningi og hurð á járnum. [6r]
7. Stóra hesthús að lengd 13 ½ al., að breidd 6 ½ al., á hæð 4 al. 3 kvart.
með fjórum stoðum, tveimur bitum, dvergum, hliðarásum, mænitróðu,
sterku upprefti, dyraumbúningi og hurð á járnum.
8. Vagnhesthús að lengd 7 ál., eins að breidd, 3 ½ al. að hæð, að öllu
sterkt og velstandandi með dyraumbúningi og hurð á járnum.
9. Eldishestahús að lengd 7 ál. 1 kvart., að breidd 7 ál., hæðin 4 ál. Húsið
að öllu leyti vel sterkt með dyraumbúningi, hurð á járnum, hespu og kring.
10. Fálkahús 12 ál. að lengd, 6 ál. að breidd, hæðin 4 ½ al. með fjórum
stöfum, tveimur bitum, hliðásum, dvergum, sterku upprefti, dyraum-
búningi og hurð á járnum með hespu og kring.
11. Fjárhús norður frá Vellinum, að lengd 25 ½ al., á breidd 6 ál. 1 ½
kvart, á hæð 3 ½ al. með tólf stoðum, tveimur hliðásum, sex vöglum,
mænitróðu og vænu greniviðarupprefti, með hurð og tveimur dyrastöfum.
Þessu framar óskar eðla herra lögmaðurinn að Þingeyraklausturskirkja mætti
og að lengd, breidd og hæð mælast og uppskrifast, hverja hann og að velli