Gripla - 2022, Side 320
GRIPLA318
neraðri og utan á settum listum allt um kring, á hverja úthöggvin er Christi
upprisa ásamt 7. versi af Sálminum Davíðs 5., yfirdregin með aðskiljan-
legum olíufarva. Dyrnar eru vel umvendaðar með vænni hurð á járnum
með þverokum og þar í milli krossokum, öll með járnsaum vel seymdum.
Hurðin ásamt síðu<m> dyrastafanna er yfirdregin [þ.e. máluð] með rauðum
og gulum farva, með vænni læsingu og koparhring. Framkirkjudyrnar
eru með kringlóttum dróttum, tvöföldum: af miklum hagleik gjörðar og
áhöggvið stykki af bildhöggvaraverki. Velvandaða<r> vindskeiðar eru á
kirkjunni fram og til baka, svo vel sem á útbrotunum, með snikkaraverki,
vel farvaðar. Öll kirkjan með turninum er vel seymd, brædd og bikuð efra
og neðra umhverfis.
Framvegis tökum vér fyrir oss að skoða kirkjunnar bygging að innan-
verðu, hver öll er <frá> aursyllum til útbrotsins höfuðsyllna vel þiljuð af
samfelldum hefluðum fjalvið. Kirkjan og kórinn eru undir sama formi,
sjö stafgólf með sextán höfuðstöplum, höfuðsyllum, bitum og sperrum
yfir sérhverju stafgólfi eftir almennilegri timburhúsa byggingu og þar á
milli höggsperrur í hverju stafgólfi. Kirkjunnar yfirgrind öll sterklega og
að viðum vönduð vel gerð. Þiljað er í millum kórs og kirkju með förvuðu
panelverki utan og innan allt frá aurslá undir miðsyllur, þar upp frá með
pílárum svartlakkeruðum kostulega proportioneruðum, á hæð 1 al. ¾ en
að tölu fjörutíu, er lækka eftir því sem útbrotin niðurdragast frá höfuð-
stöplunum, hverri sinni hér skrifaðri hæð þeirra á milli þeir fá haldið.
Framvegis er í milli kórs og kirkju innskorið þvertré í rauða stafi er standa
og undir syllum, það farvað á allar síður og með snotrum listum, tvísett
framan og innan, þar upp á standa Christi og tólf postula líkneski með
bildhöggvaraverk, úthöggvin og ágætlega förvuð. Hurð er í milli kórs og
kirkju, 4 ál. að hæð, 2 ál. ¼ að breidd, sundurdeild í samfasta tvo parta,
annar með panelverk utan og innan farvaður með olíufarva, hinn efri
partur hurðarinnar er með sjö lakkeruðum stórum pílárum [7v]. Hurðin
er á þremum vel vönduðum járnum með dobbelskrá. Þiljað er á millum
höfuðsyllnanna kórsins og útbrotsins beggja vegna fram í gegn, hver að eru
með sextán stöfum undir syllum, sextán skammbitum og hálfsperrum, það
og að innanverðu af hefluðu súðþaki beggja vegna fram í gegn.
Úr syðra útbroti kórsins er hurð með panelverk og pílárum fram í
stól herra lögmannsins, hún og með olíufarva yfirdregin, skrálæst og á
lömum. Á milli hverra höfuðstöpla í kórnum og kirkjunni eru dróttir