Gripla - 2022, Page 323
321
alla bygging gjört uppá sinn eigin kostnað Guði til dýrðar og klaustrinu
til prýðis.
Hér fyrir utan ásamt predikunarstólnum, skírnarfontinum með himn um
þar yfir, lectaranum með sínum tilbúningi, samt pilarunum og postulanna
líkneskjum fyrer og yfir kórdyrum, hefur herra lögmaðurinn Kirkjunni til
sirats [þ.e. skreytingar] og prýði tillagt eftirskrifuð Ornamenta:
1. Vænt og velumvandað altarisklæði af myrkbláum [þ.e. dökkbláum]
farva með góðu silkiflosi og vænu fóðri og umgjörð, og þar í hábaldýruðu
stykki af gulli og silfri, hvar inni er Lausnarans nafn, og umkring ávalur
lárberjakrans með sömu baldýran á báðar síður. Út frá þessu stykki annars
vegar er með gulli og silfri baldýrað nafn eðla herra lögmannsins og þar
gagnvart annarsvegar nafn hans dýðeðla67 kærustu, síðan með sömu baldýran
datam þess árs 1695. 2. Altarisdúk af góðu klausturlérefti með vænum
tökkuðum kniplingum umkring. 3. Háa og stóra ljósastjaka af messing, vel
umvandaða, til vaxljósa, og þar með fylgjandi vaxljós. 4. Vænan ljósahjálm
með liljum af látúni.68 5. Látúnslampa með útpúklað verk og christallus glas
á fjórar síður. 6. Níu stórar látúnsplader [þ.e. látúnsplötur] útpúklaðar [þ.e.
úthamraðar] og pólerað[9r]ar með góðu erfiði, kirkjunni til stórrar prýði og
þæginda. Item tvær aðrar minni, hverjar allar herra lögmaðurinn og hans
góðir vinir af hans forlagi kirkjunni til prýðis forært hafa. 7. Tvö spjöld
eru beggja vegna altaris með prýðilegum rámum, á annað þeirra er listilega
contrafeyruð mynd [þ.e. eftirmynd]69 herrans Christi en á annað Maríu með
barnið Christum.
2. Klukknahús að lengd 4 ál., breiddin er 4 ál. ¼, á hæð 7 ál. ¾ með
fjórum höfuðstöplum undir syllum, þremur bitum undir sperrum og einum
liðugum, fjórum þverslám. Húsið allt af þili umhverfis með súðþaki, vind-
skeiðum förvuðum og veðurhönum, þeir og farvaðir, með hurð á járnum,
hespu og kring, fjórir hringingargluggar eru fallega á skornir hverja síðu
þessa ports og það frá ofanverðu allt niður í gegn brætt og bikað.
3. Syðra Kirkjugarðsport að hæð 4 ál. ¼, á breidd 1 ½ al. með tveimur
stöplum og einu þvertré yfir með 4 kröppum samt syllum, sperrum og
67 Úr dönsku: dyd-ædel, sem er göfug af dygðum sínum.
68 Virðist sami gripur og nefndur er í Úttektinni 1684: „Einn kertahjálmur í Miðkórnum
með níu liljum, vænn og vel umvendaður, hvern þau göfugu hjón Hr. Þorleifur Kortsson
og Ingibjörg Jónsdóttir gefa kirkjunni í minning þess blessaða manns Jóns sáluga
Þorleifssonar“ (2v).
69 Úr frönsku: contrefait.
HEIMILDIR UM KLAUSTURKIRKJUNA Á ÞINGEYRUM