Gripla - 2022, Page 324
GRIPLA322
súðþaki, með förvuðum vindskeiðum og veðurhönum á báðum stöfnum
portsins, hvert og er með fjalþaki í rjáfri með hurð á járnum, sterkri og vel
umvandaðri með handarhaldi og klinku.
4. Framundan aðalkirkjudyr<unum> <e>r af þil<jaður> Inngangur í
Kirkjugarðinn með hálfsp<errum>, bjórþili og hálfvindskeið með hurð á
sterkum og vel byggilegum járnum, hespu og kring.
5. Kirkjunni eru til stuðnings og stöðugleika sett sex tré á báðar síður,
nokkur af þeim með borðum, súðuð og brædd, að misjafnri lengd, öll
jafnofarlega við höfuðstöpla kirkjunnar vel skorðuð og svo að neðra grunni.
6. Kirkjugarðurinn er umhverfis mældur allt um kring að innanverðu
298 ½ al., þriggja álna að breidd, á hæð 2 ál. 3 kvart. Hann allur af herra
lögmannsins hálfu ei fyrir löngu vel upphlaðinn og sterklega stæðilegur.
Þetta sitthvað, eftir sem framan og ofan skrifað er, svo vel kirkjunnar
bygging, þess danska húss og bæjar[9v]ins, að mælingu og uppskrift, hefur
svo fram farið er hér greinir í undirskrifaðra ásýnd og nálægð, hverju til
vitnis eru undirskrifuð nöfn og hjáþrykkt <insigli>.
Anno die et loco ut supra [þ.e. ár, dag og stað, eins og að ofan].
Jens Madsen Spendrup, sýslumaður Sigurður Einarsson, lögsagnari
Andreas Johansen Jón Helgason meh
Hans Andersen Andrés Þorsteinsson70
70 Eftir að greinin kom úr umbroti barst höfundi nýtt doktorsrit um norska krossa eftir Kaja
Merete Hagen, „O, Holy Cross, You are All Our Help and Comfort”: Wonderworking
Crosses and Crucifixes in Late Medieval and Early Modern Norway“ (Ósló: Guðfræði-
deild Óslóarháskóla, 2021). Þar á bls. 114-115 er vísað í færslu í Gottskálksannál fyrir
1273, sem farið hafði framhjá höfundi: „Á paska deigi kom blod af fotvm rodu einnar
at Þingeyrum“ (Islandske Annaler indtil 1578, 331). Færslan er sérstaklega áhugaverð í
samhengi greinarinnar af því að hin helga róða sem um ræðir gæti verið sú er stóð í því
útaltari Þingeyrakirkju sem helgað var Krosstrénu. Ef svo var hefur það aukið að mun helgi
Þingeyraklausturskirkju.