Gripla - 2022, Síða 449
447
REYNIR ÞÓ R EGGERTSSON
JÓN ÁRNASON OG GRÍSHILDUR GÓÐA
Um breytingar ritstjórans á frásögn konu af annarri konu
margir íslendingar hafa lesið eða heyrt þjóðsöguna af Gríshildi
góðu sem kom fyrst út á prenti árið 1864 í 2. bindi þjóðsagnasafns Jóns
Árnasonar (1819–88).1 Elsta heimildin um þjóðsöguna er þó líklega listi úr
fórum séra Friðriks Eggerz (1802‒94), prests í Dölunum, yfir ævintýri en
þar er söguhetjan nefnd Hildur þolinmóða.2 Sagan tilheyrir þeirri tegund
þjóðsagna sem Ruth B. Bottigheimer kallar „rise fairy tales“ þar sem sögu-
hetjan rís úr neðri stéttum upp í forréttindastétt3 og í tilfelli Gríshildar er
hún verðlaunuð í sögulok fyrir þolinmæði sína gagnvart þeim þrautum
sem á hana eru lagðar. Elsta þekkta frásögnin af persónunni er þó ekki í
formi þjóðsögu þótt líklegt sé að þar hafi höfundurinn Giovanni Boccaccio
(1313–75) unnið með sagnaminni sem hann þekkti fyrir. Í síðari tíma
rannsóknum hefur þessi ákveðna samsetning þjóðsagnaminna enda fengið
heitið „Griselda“ eftir aðalpersónu Boccaccios og númerið 887 í yfirlits-
verkum um alþjóðlegar þjóðsagnagerðir.4
1 „Sagan af Gríshildi góðu,“ Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri. Safnað hefir Jón Árnason. II, ritstj.
Jón Árnason (Leipzig: J.C. Hinrichs, 1864), 414–17.
2 „Sagan af Hildi þolin móðu og þeirri sem helt á liósinu kongsins“ (Lbs 989 4to, 76r, sótt 4.
ágúst 2022, https://handrit.is/manuscript/view/is/Lbs04-0939/151?iabr=on#page/75v/
mode/2up). Það sem á eftir fer í handritinu er illlæsilegt og óljóst hvort eigi við sömu
sögu eða aðra. (Einar Ól. Sveinsson, Verzeichnis isländischer Märchenvarianten mit einer
einleitenden Untersuchung (Helsinki: Suomalainen Tiedeakatemia Academia Scientarium
Fennica, 1929), 133.
3 Ruth B. Bottigheimer, Fairy Tales. A New History (Albany, New York: State University of
New York Press, 2009), 11‒13.
4 Sjá t.d. Hans-Jörg Uther, The Types of International Folktales. A Classification and Biblio-
graphy. Based on the System of Antti Aarne and Stith Thompson. Part I: Animal Tales, Tales
of Magic, Religious Tales, and Realistic Tales, with an Introduction, ritstj. Sabine Dinslage,
Sigrid Fährmann, Christine Goldberg & Gudrun Schwibbe (Helsinki: Suomalainen
Tiedeakatemia Academia Scientarium Fennica, 2004), 511‒12; Stith Thompson, Motif-
Index of Folk-Literature. A Classification of Narrative Elements in Folktales, Ballads, Myths,
Fables, Mediaeval Romances, Exempla, Fabliaux, Jest-Books and Local Legends. Revised and
Enlarged Edition. Volume Three. F-H (Kaupmannahöfn: Rosenkilde & Bagger, 1956), 415; og
Gripla XXXIII (2022): 447–478