Gripla - 2022, Side 450
GRIPLA448
Söguna af Griseldu er að finna í Tídægru (Decamerone) sem Boccaccio
skrifaði á ítölsku um 1350. Tídægra er rammafrásögn af tíu manns, sjö
aðalskonum og þremur ungum herramönnum, sem flýja pláguna 1348 í
Flórens og fara í sjálfskipaða sóttkví á herrasetri. Þar skiptast þau á að
segja hvert öðru sögur, tíu sögur á dag í tíu daga. Hundraðasta sagan, og
sú síðasta, fjallar um Gualtieri markgreifa í Saluzzo sem kvænist fátæku
þorpsstúlkunni Griseldu og lætur svo reyna á fullkomna hlýðni hennar við
sig, fyrst með því að láta hana halda að börn þeirra tvö hafi verið borin út,
síðan með skilnaði og loks með því að fela henni umsjón brúðkaupsveislu
fyrir hann og unga brúði hans af aðalsættum, sem reynist þá dóttir þeirra.
Í Tídægru er það Díoneó, spaugarinn í hópnum, sem segir söguna og út frá
athugasemdum hans í frásögninni er lesandanum frjálst að túlka söguna
sem hálfgert grín og gagnrýni, bæði á grimmilega hegðun eiginmannsins
og fullkomna auðsveipni Griseldu. Sú túlkun er aftur á móti ekki uppi á
teningnum í þeirri gerð sögunnar sem í raun varð upphafið að vinsældum
hennar í Evrópu.
Francesco Petrarca (1304–74), annar frumkvöðull húmanismans og
endurreisnarinnar, varð svo hugfanginn af sögunni hjá Boccaccio að hann
þýddi hana og endurskrifaði á latínu árið 1373. Þar breytti hann nafni kven-
persónunnar í Griseldis og setti söguna fram sem allegoríu, táknsögu, þar
sem hlýðni hennar við eiginmanninn væri hliðstæð hlýðni mannsins við
Guð.5 Þannig dreifðist sagan vítt og breytt og til Íslands kom hún flókna
leið, eins og Halldór Hermannsson fjallaði um í The Story of Griselda in
Iceland,6 bæði gegnum skriflegar þýðingar úr dönsku7 en þó, að því er
sérstaklega um íslenskt samhengi þjóðsögunnar í skrá Einars Ól. Sveinssonar (Verzeichnis
isländischer Märchenvarianten, 132‒33).
5 Franciscus Petrarca, „Francisci Petrarce, Poete Laureati, de Insigni Obedientia et Fide
Uxoris ad Johannem Bocacium de Certaldo,” Ursula Hess, Heinrich Steinhöwels ‘Griseldis’.
Studien zur Text- und Überlieferungsgeschichte einer frühhumanistischen Prosanovelle
(München: C.H. Beck’sche Verlagsbuchhandlung, 1975), 238.
6 Halldór Hermannsson, The Story of Griselda in Iceland, Islandica VII (Ithaca: Cornell
University Library, 1914).
7 Ítarlega grunnumfjöllun um allar danskar gerðir sögunnar má finna í Richard Jakob Paulli,
“Indledning. Griseldis,” Helena, Griseldis, En Doctors Datter, ritstj. J.P. Jacobsen, Jørgen
Olrik og R. Paulli, Danske Folkebøger VIII (Kaupmannahöfn: Gyldendalske Boghandel –
Nordisk Forlag, 1920), XXXI–LIX; Paulli, “Tekstkritik og Kommentar,” Helena, Griseldis,
En Doctors Datter, 143–204; og Paulli, ”Haandskriftbeskrivelse og Bibliografi,” Helena,
Griseldis, En Doctors Datter, 205–50. Auk þess má benda á umfjöllun í Leif Søndergaard,
„Folkebogens fascination – Griseldis gennem 400 år,“ Griseldis-temaet gennem tiden, ritstj.