Gripla - 2022, Page 451
449
Halldór taldi, fyrst munnlega í lok 16. eða upphafi 17. aldar, líklega úr hol-
lensku en þó hugsanlega úr frönsku.8 Sagan virðist hafa notið talsverðra
vinsælda á landinu allt fram á 20. öldina, enda hafa rannsóknir9 sýnt fram
Leif Søndergaard, Mindre Skrifter Nr. 9 (Odense: Laboratorium for Folkesproglige
Middelalderstudier, Odense Universitet, 1992), 41–60.
8 Halldór rökstuddi þetta fyrst og fremst með nafni markgreifans sem í elstu íslensku
gerðunum er Gótýr, Gautýr eða Góvetýr, sbr. Gautier í hollensku og Gaultier í frönsku,
en ekki Valtari eða Volter eins og þeim gerðum sem augljóslega eiga rætur í þýsk/dönsku
gerðunum (Halldór, The Story of Griselda in Iceland, viii). Hubert Seelow benti þó á í
yfirlitsverki sínu um íslenskar gerðir þýskra, og þá oft um leið danskra, almúgabóka (þ.
Volksbücher, da. Folkebøger) að frekari samanburðarrannsókna á hollenskum gerðum
og elstu íslensku gerðum sögunnar væri þörf til að staðfesta þessa ályktun (Hubert
Seelow, Die isländischen Übersetzungen der deutschen Volksbücher (Reykjavík: Stofnun Árna
Magnússonar, 1989), 121–22). Það er þó ekki efni þessarar greinar.
9 Halldór Hermannsson varð fyrstur til að rannsaka almennt íslenskar gerðir Gríshildar-
sögunnar (Halldór, The Story of Griselda in Iceland, 1914) og þar fjallaði hann um ellefu
gerðir sögunnar, þar á meðal þjóðsöguna eins og Jón Árnason hafði gefið hana út 1864
(„Sagan af Gríshildi góðu,“ Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri II). Áður höfðu tvær þýskar
þýðingar á þjóðsögunni verið gefnar út með fræðilegum athugasemdum. Annars vegar
var um að ræða þýðingu Theodors Möbius, („Das isländische Märchen,“ þýð. Theodor
Möbius, Reinhold Köhler, „Die Griseldis-Novelle als Volksmärchen,“ Archiv für Litteratur-
geschichte I, ritstj. Richard Gosche (Leipzig: B.G. Teubner, 1870), 420–24) sem birtist í
grein Reinholds Köhlers þegar árið 1870 (Reinhold Köhler, „Die Griseldis-Novelle als
Volksmärchen“ Archiv für Litteraturgeschichte I, 409–27. Grein Köhlers ásamt þýðingu
Möbius var endurútgefin árið 1900 í Kleinere Schriften von Reinhold Köhler II, ritstj.
Johannes Bolte (Weimar: E. Felber, 1900), 534–55 (þýðingin á bls. 546–50) og tekin til
umfjöllunar hjá Adeline Ritterhaus (Ritterhaus, Die neuisländischen Volksmärchen. Ein
Beitrag zur vergleichenden Märchenforschung (Halle: [Niemeyer], 1902), 231–32). Hins vegar
var það þýðing og inngangur Heinrichs von Lenk (Heinrich von Lenk zu Burgheim und
Gansheim (ritstj.), Griseldis auf Island ([Vínarborg]: [Án útgefanda], [1900 eða 1901])).
Á síðustu öld hefur smám saman bæst við niðurstöður Halldórs. Árið 1953 birti
Margaret Schlauch stutta grein þar sem hún kynnti til sögunnar lausamálsgerð varðveitta í
tveimur handritum í Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi (Margaret Schlauch, “Griselda
in Iceland: A Supplement,” Speculum. A Journal of Medieval Studies XXVIII (1953): 363–70).
Stuttu síðar, árið 1958 kom svo önnur gerð þjóðsögunnar út („Sagan af Gríshildi góðu,“
Íslenskar þjóðsögur og ævintýri V, safnað af Jóni Árnasyni, ritstj. Árni Böðvarsson & Bjarni
Vilhjálmsson (Reykjavík: Bókaútgáfan Þjóðsaga & Prentsmiðjan Hólar, 1958), 28–29), og
er hún annað aðalumfjöllunarefnið í þessari grein.
Árið 1989 birti Hubert Seelow næstu stóru rannsóknina á Gríshildarsögunni á Íslandi,
þar sem hann benti á þrjár áður óþekktar lausamálsgerðir (Hubert Seelow, Die isländischen
Übersetzungen der deutschen Volksbücher, 117–32). Rannsóknir greinarhöfundar fyrir Cand.
Mag.-verkefni frá Kaupmannahafnarháskóla (Reynir Þór (Tór) Eggertsson, ’Måtte jeg dø
for dig, mit unge blod!’ En transmissionsteoretisk undersøgelse af Griseldis i danske og islandske
overleveringer. Cand.Mag.-ritgerð, Kaupmannahafnarháskóli, 2004) afhjúpuðu loks tvennar
rímur, annars vegar Rímur séra Jóns Hjaltalíns um Valtir/Waltara hertoga og Gressílu
frá 1816, og hins vegar Frásöguna Raunir Gríshildar (þolinmóðu) frá 1890, eftir Andrés
JÓ N ÁRNASON OG GRÍ SHILDUR GÓÐA