Gripla - 2022, Side 452
GRIPLA450
á tilvist átján íslenskra gerða, í bundnu máli og lausu, sem varðveittar eru í
52 handritum,10 fyrir utan ritstýrðar prentaðar gerðir upp úr handritum.11
Hér12 verður sjónum beint að tveimur þessara átján gerða, þjóðsögum sem
gefnar voru út 1864 og 1958, innbyrðis tengsl og mismunur þeirra á milli
rannsökuð, bæði í ljósi kenninga um þjóðsögur almennt og einstaka sagna-
menn, og grein gerð fyrir áhrifum þeirra á síðari verk.
Þjóðsögurnar tvær – eða var hún bara ein?
Við fyrstu sýn virðist þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar sem gefið var út
1954–61 innihalda tvær þjóðsögur um Gríshildi góðu. Sú fyrri var, eins og
áður sagði, fyrst gefin út árið 1864 en hin síðari ekki fyrr en safnið var gefið
út að nýju, og þá í 5. bindi árið 1958. Halldór Hermannsson þekkti aðeins
til þeirrar þjóðsögu sem birtist 1864 og allar niðurstöður hans um hana,
þróun og tengsl við aðrar gerðir Gríshildarsögunnar verður að skoða í því
ljósi. Hubert Seelow hefur enda benti á að samhengið sé öllu flóknara.13
Jón Árnason vann útgáfu sína 1864 út frá frásögn sem talið er að
Ragnhildur Guðmundsdóttir (1836/7–1921) hafi skrifað niður.14 Hann
Hákonarson. Finnur Sigmundsson hafði reyndar áður nefnt tilvist þeirra síðari en að
varðveislan væri óþekkt (Finnur Sigmundsson, Rímnatal I (Reykjavík: Rímnafélagið, 1966),
177, og Rímnatal II (Reykjavík: Rímnafélagið, 1966), 8). Rannsókn greinarhöfundar leiddi
í ljós að rímurnar eru varðveittar í einu handriti, uppskrift eftir eiginhandarriti skáldsins,
sem byggði verkið á þjóðsögunni frá 1864.
Nítjánda gerðin er hugsanlega til en skv. Finni á Gunnar Ólafsson að hafa kveðið um
Gríshildi en þær rímur virðast, að minnsta kosti hingað til, ekki hafa varðveist (Finnur,
Rímnatal I, 177).
10 Þjóðsagnahandrit Jóns Árnasonar, Lbs 533 4to, inniheldur þær tvær gerðir sem fjallað
verður um í þessari grein, frásögn Ragnhildar Guðmundsdóttur (á blöðum 176r–78r) og
uppkast Jóns Árnasonar fyrir útgáfuna (220r–23r) þannig að handritatextarnir um Gríshildi
eru í raun 53.
11 Hér á ég við þjóðsagnagerðirnar tvær, prentaðar fyrst 1864 og 1958 og endurprentaðar
nokkrum sinnum, rímur Magnúsar Jónssonar á Laugum, prentaðar 1910 (Magnús Jónsson,
Rímur af Gríshildi góðu: eptir gömlu handriti (Reykjavík: Skúli Thoroddssen, 1910)), fjórar
gerðir sem Halldór birti auk þjóðsögunnar í The Story of Griselda in Iceland (1914) og
frásögnina sem Margaret Schlauch birti árið 1953. Að auki má nefna óútgefnar rafrænar
uppskriftir greinarhöfundar úr handritum sem sumar fylgdu Cand.Mag.-ritgerð hans í
fylgiskjölum.
12 Greinin byggir að hluta til á Cand.Mag.-ritgerð greinarhöfundar,’Måtte jeg dø for dig, mit
unge blod!’ En transmissionsteoretisk undersøgelse af Griseldis i danske og islandske overleveringer,
frá 2004, en þó fremur á síðari rannsóknum.
13 Seelow, Die isländischen Übersetzungen der deutschen Volksbücher, 124–25.
14 Sjá Lbs 533 4to, blöð 176r–78r. Eins og Aðalheiður Guðmundsdóttir („Karlar og kerlingar: