Gripla - 2022, Side 453
451
gerði þó ýmsar breytingar á frásögninni og lengdi hana talsvert, eins og
sést af uppkastinu sem hann skrifaði fyrir útgáfuna.15 Í raun bjó hann
til nýja gerð sem svo hafði áhrif út frá sér, t.a.m. á rímnaskáldið Andrés
Hákonarson á Hóli í Önundarfirði (1817–97) sem orti Frásöguna Raunir
Gríshildar (þolinmóðu) árið 1890 eftir þjóðsögugerð Jóns. Sú gerð sem
Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson gáfu út 1958 byggir aftur á móti
beinlínis á texta Ragnhildar eins og hann er í handritinu. Ég tel rétt að líta
á handritstexta Ragnhildar sem frumtexta þjóðsögunnar, að svo miklu leyti
sem hægt er að nota það orð, og gerð Jóns sem síðari tíma breyttan texta,
þótt hann hafi fyrr komið út á prenti, og mun ég því fjalla um textana í
þeirri röð.
Frásögn Ragnhildar Guðmundsdóttur
Ragnhildur Guðmundsdóttir er talin skrásetjari16 sögunnar í sagnakveri
því „úr Dölunum“, sem nú er varðveitt sem bls. 315–96 (bl. 161r–201v) í
þjóðsagnahandritinu Lbs 533 4to, og hugsanlega var hún sjálf heimildar-
maður sumra eða allra þeirra sagna sem raktar eru til hennar í safni Jóns
Árnasonar.17 Hvort það var í raun Ragnhildur sem skráði Gríshildarsöguna
og hvort það var eftir eigin minni eða frásögn einhvers annars skiptir þó
kannske ekki öllu máli fyrir þessa rannsókn heldur hitt, að þar birtist sagan
í ákveðinni mynd þar sem viðhorf sagnamanns og/eða skrásetjara koma
Um heimildarmenn ævintýra og tengslanet Jóns Árnasonar.“ Kreddur: vefrit um þjóðfræði,
2013: 10–11) hefur bent á eru engar upplýsingar í handritinu um uppruna frásagnarinnar
en í útgáfu Jóns er hún rakin til Ragnhildar, og sagan nefnd í upptalningu á sögum sem
Ragnhildur kann (Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson, „Skýringar og athugasemdir“,
Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Safnað hefur Jón Árnason II, ritstj. Árni Böðvarsson og
Bjarni Vilhjálmsson (Reykjavík: Bókaútgáfan Þjóðsaga & Prentsmiðjan Hólar, 1954),
579, sjá einnig athugasemdir Árna og Bjarna við skrifara handritsins Lbs 533 4to, „líklega
Ragnhildur Guðmundsdóttir, síðast í Keflavík (315‒96)“ í lokabindi safnsins (Árni
Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson, „Handrit og heimildarmenn“, Íslenzkar þjóðsögur og
ævintýri. Safnað hefur Jón Árnason VI, ritstj. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson
(Reykjavík: Bókaútgáfan Þjóðsaga & Prentsmiðjan Hólar, 1961), 54).
15 Uppkast Jóns er að finna í sama handriti, Lbs 533 4to, á blöðum 220r–23r.
16 Í umsögn um handritið á vefnum Handrit.is („Lbs 533 4to“, Handrit.is, skrásetjari Sigríður
H. Jörundsdóttir, sótt 21. janúar 2022 https://handrit.is/en/manuscript/view/is/Lbs04-
0533) er skrásetjari þjóðsögunnar sagður Finnur Þorsteinsson (f. 1818) en það stenst ekki
samanburð á rithönd þessara texta við aðra sem vitað er með vissu að hann hafi skrifað.
17 Aðalheiður, „Karlar og kerlingar: Um heimildarmenn ævintýra og tengslanet Jóns Árna-
sonar,“ 10–12.
JÓ N ÁRNASON OG GRÍ SHILDUR GÓÐA