Gripla - 2022, Page 454
GRIPLA452
fram18 og til verður nýtt samhengi, bæði við aðrar gerðir Griseldusögunnar
og íslenskan sagnaarf.
Frásögn Ragnhildar hefst á orðunum: „Kóngur er nefndur Artus.“
Þannig er sagan strax tengd sagnahefðinni um Artúr konung og riddara
hans, en hann er oft kallaður Artus í íslenskum fornsögum. Í þjóðsagnasafni
Jóns Árnasonar er að finna sögu sem virðist eiga rætur í þeirri sagnahefð,
„Söguna af Artus konungi grimma“.19
Eftir upphafskynninguna eru ástæður hjúskaparstöðu kóngsins, sem er
ókvæntur, útskýrðar með þessum orðum:
Hann var ætíð seinn á sér og vildi draga alla hluti sem lengst því
hann var ætíð tvísýnn og óafgjörðu[r].20
Þessi óákveðni kóngsins er í talsverðri mótsögn við þá mynd sem birtist í
Tídægru Boccaccios í íslenskri þýðingu Erlings E. Halldórssonar. Þar segir
sögumaðurinn Díoneó að ástæður eiginkonuleysis markgreifans séu ein-
faldlega þær að
[a]ldrei datt honum í hug að kvænast eða koma upp fjölskyldu
enda
eyddi [hann] tíma sínum mestanpart við að veiða, bæði fugla og
spendýr.21
Má segja að markgreifinn hjá Boccaccio lifi áhyggjulausu lífi þess unga aðals-
manns sem hann er en hann er kynntur til sögunnar sem „un giovane“ 22
(ungur maður).23 Í þjóðsögu Ragnhildar er kóngurinn aftur á móti nokkuð
roskinn:
18 Sjá umfjöllun Rósu Þorsteinsdóttur um rannsóknir á rússnesku sagnafólki (Rósa Þorsteins-
dóttir, Sagan upp á hvern mann. Átta íslenskir sagnamenn og ævintýrin þeirra (Reykjavík:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2011), 31‒32).
19 „Sagan af Artus konungi grimma“, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri V, 254‒57.
20 „Sagan af Gríshildi góðu,“ Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri V, 28. Ég vitna hér í prentuðu
útgáfuna sem er nákvæm uppskrift handritsins.
21 Giovanni Boccaccio, Tídægra, þýð. Erlingur E. Halldórsson (Reykjavík: Mál og menning,
1999), 686.
22 Giovanni Boccaccio, „Griselda,“ Letterature italiana, [1350], sótt 22. janúar 2022, https://
letteritaliana.weebly.com/griselda.html.
23 Í íslensku Tídægruþýðingunni er ekki minnst á aldur hans (Boccaccio, Tídægra, 686).
Þýðingin hér að ofan, eins og allar þýðingar á tilvitnunum úr öðrum tungumálum eru
greinarhöfundar, nema annað sé tekið fram.