Gripla - 2022, Side 456
GRIPLA454
Í hefðbundnum Griseldusögum utan Íslands er móðir hennar ekki nefnd
til sögunnar og þegar markgreifinn biður um hönd Griseldu eru viðbrögð
föðurins við bónorðinu oftast undrun og hræðsla, þótt svarið sé iðulega
jákvætt.30 Hér í þjóðsögunni bregst svínahirðirinn aftur á móti fremur
illa við, telur bónorðið „spott“ en kerling svarar að það sé „þó virðingar-
skarnið!“
Karl og kóngur kýta um hríð og segist
kóngur þá eiga so mikið ráð að hann tæki dóttur þeirra ef hann
ætlaði sér,
og þegar Gríshildur kemur inn,
tók Artus hana á kné sér og kyssti hana. (28)
Karlinn bregst ókvæða við og ekki batnar það þegar dóttirin, sem hann
telur „einka-ellistoð“ sína, er færð „í fagran skrúða“ og kynnt fyrir föru-
neyti kóngs.
Enn eitt atriðið í frásögn Ragnhildar sem sker sig úr í samanburði við
Griselduhefðina er lýsingin á viðbrögðum hirðarinnar við þessari upphefð
Gríshildar: „var fúll svipur yfir allri fylgdinni.“ Þessi óánægja fær þó ekki
frekari umfjöllun í frásögninni en þegar kóngur rekur Gríshildi aftur heim
sagði karlinn faðir hennar að sona hefði þetta legið í huga sínum.
30 Boccaccio nefnir viðbrögð hans ekki (Boccaccio, Tídægra, 688), hjá Petrarcha er gamli
maðurinn „stupefactus“ (undrandi) og „obriguit (stjarfur), en svarar „[n]ichil ... atu velle
debeo aut nolle, nisi quod placitum tibi sit, qui dominus meus es“ (ekkert ætti ég að vilja og
engu hafna, nema sé það þinn vilji, þú sem ert minn herra, Petrarcha, „Francisci Petrarce,
Poete Laureati, de Insigni Obedientia et Fide Uxoris ad Johannem Bocacium de Certaldo,“
192), og í dönsku almúgabókinni frá 1592 eru viðbrögðin svipuð og hjá Petrarcha: „Den
fattige gamle Mand forskrack / hand bleff saa forfærit at hand i lang tijd icke kunde suare
/ Dog paa det siste met stor suck oc retzle suarede hand til disse ord oc sagde: Herre /
aldrig skal ieg andet ville end du vilt / oc dig behager / Helst fordi / du est min alder
kæriste Herre“ (gamli fátæki maðurinn varð hræddur, hann varð svo dauðskelkaður að
hann gat ekki svarað í langan tíma. Þó að lokum svaraði hann þessum orðum með þungu
andvarpi og hræðslu og sagði: Herra, aldrei mun ég annað vilja en þú vilt og þér hentar,
mest þar sem þú ert minn allra kærasti herra, Griseldis. Tuende deylige oc Nyttelige Historier
at læse. Den Første om Griseldis. Den Anden om en Docters Daatter aff Bononia / Aff huilcke
Historier alle ærlige Quinder maa begribe gode lærdom / oc besynderlige at haffue gaat taalmo-
dighed (Lübeck: Affwerus Krøger, 1592), 6r, sótt 4. ágúst 2022, https://archive.org/details/
den-kbd-pil-130018148987-001/page/n20/mode/2up).