Gripla - 2022, Síða 458
GRIPLA456
einungis með endurtekningu næst að skapa mynd af því hversu
afgerandi atburðurinn er).
Kóngur hættir þó ekki prófunum, heldur lætur sem hann viti ekkert um
hvarf barnanna og spyr Gríshildi hvar þau séu, og þegar
hún féll honum um háls og kyssti fætur hans og sagði að hans bezti
þénari hefði fyrir sínum augum myrt þau og burtu farið [...s]agði
Artus að hún kæmi ekki oftar fyrir sín augu.36
Þetta er talsvert öðruvísi37 en hjá Boccaccio þar sem skilnaðurinn er fyrst
„mörgum árum“ eftir fæðingu dótturinnar og ekki refsing fyrir dauða
barnanna, heldur segist markgreifinn þar ætla að giftast annarri eiginkonu,
„miklu samboðnari“ sinni stétt.38 Út frá kenningu Lüthis um tímaleysi í
þjóðsögum39 skiptir þó í raun engu máli fyrir frásögnina hvort skilnaður-
inn verði rétt eftir barnamissinn eða rétt fyrir endurkomu barnanna, heldur
er það einungis röð atburðanna sem þarf að vera rétt.
Sextán40 árum eftir skilnaðinn í þjóðsögu Ragnhildar „gerir Artus
ströng boð til Gríshildar“, hann ætli að kvænast kóngsdóttur og hún skuli
þjóna honum og brúði hans „til sængur og komst hún ekki undan þessu.“
Tötrum klædd heldur Gríshildur til hallar og þegar brúðhjónin ganga
til sængur
36 „Sagan af Gríshildi góðu,“ Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri V, 28–29.
37 Fleiri íslenskar gerðir hafa skilnaðinn strax eftir sonarmissinn, t.d. rímur Eggerts Jónssonar
(1. ríma, vísur 61–67, sjá Eggert, Tuær Rijmur af Grisjilláá, í handritinu AM 132 I 8vo, bl.
4r–v).
38 Boccaccio, Tídægra, 690–91.
39 Lüthi, The European Folktale, 19.
40 Í latnesku gerð Petrarcha líða tólf ár frá fæðingu dótturinnar að skilnaðinum (Petrarca,
„Francisci Petrarce, Poete Laureati, de Insigni Obedientia et Fide Uxoris ad Johannem
Bocacium de Certaldo,“ 208), og þannig er það í þýskri þýðingu Steinhöwels (Heinrich
Steinhöwel, “Griseldis,” Ursula Hess, Heinrich Steinhöwels ‘Griseldis’, 209) og flestum
dönsku almúgabókunum (t.d. Griseldis, 1592, 13v, sótt 4. ágúst 2022, https://archive.
org/details/den-kbd-pil-130018148987-001/page/n36/mode/2up). Talan sextán virðist
þó upp runnin í danskri útgáfu sögunnar frá síðari hluta 18. aldar (t.d. Historie om en fattig
Bondedaatter, navnlig Griselde, fra en liden Bye i Valland, som Herr Marggrev Volter tog til Ægte,
og hvorledes hun af ham maatte udstaae mange store og haarde Fristelser, hvilke hun dog alle med
største Taalmodighed overvandt [án ártals]: 17). Sjö varðveittar danskar útgáfur innihalda
töluna sextán, fimm án ártals, og svo tvær frá annars vegar 1799 og hins vegar 1819.