Gripla - 2022, Page 466
GRIPLA464
vildismönnum sínum ... að taka frá henni barnið
á hann einnig að
gá að, hvort henni bregði nokkuð.
Nauðugur fer maðurinn og tekur barnið gegn vilja móðurinnar sem biður
„hann að láta barnið vera,“ en hún bregst við þeim orðum hans
að kóngur hefði boðið sèr að taka það
með því að gráta hástöfum. Barnið er síðan sent í fóstur hjá frænda kóngs
„eða föðurbróður.“ Ári síðar fæðir Gríshildur son en allan þann tíma
þorði [hún] ekki að kvarta um þessa meðferð við kóng, enda spurði
hann aldrei eptir barninu ...
Stuttu eftir fæðinguna lætur kóngur taka soninn og bætir sögumaður þar
við
[e]n svo illa sem drottning barst af áður eptir dótturmissinn, undi
hún þó enn ver sonarmissinum, og grèt sáran, þegar hann var borinn
burtu.58
Í frásögn Ragnhildar sáum við að sorg Gríshildar jókst stigvaxandi
við barnamissinn, frá dótturinni til sonanna tveggja. Þrítekningin og
stigmögnun sorgarinnar byggðu upp ljósa mynd af því sem Olrik kallaði
afgerandi atburð („et væsentligt moment“),59 sem hér er barnsmissir. Það
eru því fremur endurtekin og ítrekuð áföll móðurinnar sem ollu þessum
auknu sorgarviðbrögðum en kyn barnanna. Í útgáfu Jóns er aftur á móti
augljóslega um kynjamun að ræða, þar sem sonur er meira virði en dóttir.
Engin eldri íslensku gerðanna sem varðveittar eru inniheldur neitt þessu
líkt, en í þremur þeirra er þó tekið fram að Gríshildarpersónan andvarpi
mæðilega eða stynji þungan þegar eiginmaðurinn segir henni frá ákvörðun
sinni að láta drepa soninn, eins og dótturina,60 en hvergi er þó ýjað að því
58 Sama rit.
59 Olrik, „Episke love i folkedigtningen“, 83.
60 Hún „andvarpar mæðilega“ („Æfintýr af einum hertoga, er kallast Valtari,“ Halldór, The
Story of Griselda in Iceland, 10). „[Þ]úngann [hún] Stundi“ í rímum Jóns Hjaltalíns, rímu 3,
vísu 49 (Jón, Rímur um Valtir/Waltara hertoga og Gressílu, sjá t.d. handritið Lbs 2901 8vo,
bl. 10v), sem byggir á fyrrnefndu Æfintýri, og það gerir hún einnig í riddarasögu Magnúsar