Gripla - 2022, Page 469
467
Eg hefi nú reynt góðlyndi þitt og þolinmæði til hlítar með öllu því,
sem fram við þig hefir komið ...64
Jón sýnir hér með notkuninni á sagnorðinu reyna að breytingar hans
byggja að einhverju leyti á þekkingu hans á annarri eða öðrum gerðum
Gríseldusögunnar, íslenskum eða erlendum, t.d. segist markgreifinn vera
að „forsøge” (reyna) hana og/eða „friste“ (freista) hennar í elstu dönsku
gerðum sögunnar65 en í yngri gerðum eru nafnorðin „prøve“ (próf) og
„prøvelse“ (hugraun) og/eða sagnorðið „prøve“ (reyna) notuð.66
Þær breytingar sem Jón gerir á frásögninni eins og Ragnhildur skrifaði
hana niður má skipta í þrjá aðalflokka. Í fyrsta lagi bætir hann við þar sem
frásögn hennar er heldur stuttaraleg. Þá lagar hann að Griselduhefðinni
sumar þær breytingar sem orðið hafa í munnmælum, t.a.m. barnafjöldann
úr þremur börnum í tvö og fjarlægir hugsanleg tengsl við aðrar sagnahefðir
þegar hann gerir kónginn nafnlausan. Í þriðja lagi virðist hann undir áhrif-
um frá tíðarandanum þegar hann eykur áhrif og völd kóngsins og annarra
karlpersóna á kostnað kvenpersónanna. Samanlagt gera breytingar Jóns
raddir ráðandi samfélagsafla, s.s. aðalsins og karla almennt, sýnilegri. Jón
bjó í raun til nýja gerð sögunnar og líta verður á hana sem sjálfstæðan texta,
óháðan frásögn Ragnhildar, ekki síst í ljósi áhrifa hans á rímnaskáldið
Andrés Hákonarson sem fjallað verður um í næsta kafla.
Rímur Andrésar Hákonarsonar
Andrés Hákonarson á Hóli í Önundarfirði var þekkt rímnaskáld67 en
rímur hans þrjár um Gríshildi frá 1890 voru þó, eins og áður kom fram í
64 „Sagan af Gríshildi góðu,“ Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri II, 417.
65 Sjá t.d. Griseldis, 1592, 9v og 11v, sótt 4. ágúst 2022, https://archive.org/details/den-kbd-
pil-130018148987-001/page/n26/mode/2up, og https://archive.org/details/den-kbd-
pil-130018148987-001/page/n30/mode/2up.
66 Sjá t.d. En meget mærkværdig Historie om Gryselde, en fattig Bondepige, født i en liden
Landsbye i Italien, som Markgræve Wolder tog tilægte; samt hvorledes han i Ægtestanden paa
det haardeste prøvede hendes Dyd, men hvilket alt hun dog med største Taalmodighed udholdt
(Kaupmannahöfn: [Johan Rudolph Thiele], [án ártals, en kom út milli 1797 og 1808]), 1, 11,
14 og 23; og Historie om den fattige Bondepige Griseldis, som blev valgt til Ægtefælle af Markgreve
Walther; hendes Prøvelser, Lidelser og tro Kjærlighed (Kaupmannahöfn: I. Behrendʼs Enke,
1847), 1, 13, 16 og 19.
67 Finnur, Rímnatal II, 8.
JÓ N ÁRNASON OG GRÍ SHILDUR GÓÐA