Muninn

Årgang

Muninn - 01.08.2008, Side 54

Muninn - 01.08.2008, Side 54
Margir hafa eflaust velt fyrir sér hvaða hópur manna, sem kemur saman á heimavistinni í kringum undarlegan bolta og heldur svo út á gras fyrir ofan Lystigarðinn, er nákvæmlega að gera. Þetta eru meðlimir í hinu virta Fríma félagi. Þótt hugmyndin hafi sprottið í prófatíð vorannar 2008 var félagið sjálft stofnað haustið 2008 af Hugin „Power Ranger” Ragnarssyni og Sigmari Erni „Cannon Ball” Hilmarssyni. Eftir góðar viðtökur nemenda og miklar skráningar í félagið gerðu þeir félagar sér grein fyrir því að þeir réðu ekki við þetta verðuga verkefni einir og fengu því til liðs við sig Frey “Bonebraker” Guðnason. Starfsemi félagsins felst í því að breiða út boðskap listformsins amerísks fótbolta og tengja saman unnendur þáttanna Friday Nigth Lights, en sá liður starfsins hefur ekki litið dagsins ljós vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Amerískur fótbolti gengur út á að koma egglaga bolta 91 metra áfram og yfir endalínu andstæðingsins. Inni á vellinum eru 11 leikmenn og færa má boltann með köstum eða hlaupum. Á næstu önn er markmið félagsins að reyna að fá einhvern skóla á Norðurlandi til að spila vináttuleik við og jafnvel, ef virðulegri stjórn ÍMA líst vel á þá hugmynd, að halda bekkjamót þar sem verðlaunin verða Huginsskálin. Hvað varðar Friday Night Lights hluta félagsins er ætlunin að sýna síðar myndina sem var byggð á metsölubókinni og sem þættirnir eru byggðir á. Huginn Ragnarsson Geturu nefnt nafn einhvers úr rauða hernum? Já, Heiðdís. Hvenær fórstu síðast í kirkju? Þarsíðasta sunnudag. Hvað er fáránlegasta slúður sem þú hefur heyrt um þig (sem var ekki satt)? Að ég hafi verið barin af gettó stelpu í Breiðholtinu. Út af skurði, en það gerðist í handboltaleik Ertu með einhverja fóbíu? Fyrir stafsetningarvillum. Hvaða kennari klæðir sig best? Heiðdís Halla. Uppáhalds lag á söngsal? Skólasöngurinn. Hefur þú stolið einhverju? Já, nammi.

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.