Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 182
172 -
VÖRUGJALDSKRÁ reykjavíkurhafnar
FRA 4. MARZ 1975
1. flokkur.
Gjald kr. 64 fyrir hver 1000 kg:
Vara flutt í heilum skipsförmum eða lausu máli í miklu magni (meira en 100 t.) í
svo sem benzín, brennsluolíur, kol, laust korn, salt, sement, vikur.
2. flokkur.
Gjald kr. 110 fyrir hver 1000 kg:
Sekkjaður áburður, sekkjuð kornvara, sekkjað sement.
3, flokkur.
Gjald kr. 230 fyrir hver 1000 kg:
Þungavarningur, svo sem sekkjavörur, aðrar en taldar í 2. fl,, óunnið járn og
stál, útgerðar vörur, smurningsolíur, sjávarafurðir, landbúnaðarafurðir, iðnaðar
og byggingarvörur, pökkuð og niðursoðin matvæli, ávextir.
4. flokkur.
Gjald kr. 640 fyrir hver 1000 kg:
a) Vélar og tæki hvers konar og varahlutir til þeirra, svo sem heimilis- og
skrifstofuvélar, bifreiðar, bifhjól, reiðhjól, hjólbarðar, bátar, flug-
vélar, hreyflar, mælitæki, húsbúnaður, vefnaðarvara, fatnaður.
b) Otvarps- og sjónvarpstæki, hljóðfæri, úr, klukkur, myndavélar, sjónaukar,
glysvarningur alls konar, vín, tóbak, sælgæti, snyrtivörur, lyf.
c) Vörur, sem ekki verða flokkaðar annars staðar, eftir þyngd.
Af flutningi vinnutækja innanlands skal veita allt að 5Cflo afslátt. Vörugjald
greiðist ekki af ferðamannabifreiðum, enda ferðist eigendur með sama skipi.
5. flokkur.
Gjald kr 64 fyrir hvern rúmmeter:
Vörur flokkaðar eftir rúmmáli.
6. flokkur.
Gjald 1%:
Sjávarafli lagður á land til vinnslu eða brottflutnings. Gjaldið reiknast af
heildarverðmæti aflans. Kaupanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um
keyptan afla mánaðarlega, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskifélags íslands.
Aflagjald fellur í gjalddaga um leið og afla er landað. Kaupandi aflans innheimtir
gjaldið hjá seljanda og ber ábyrgð á greiðslu þess til hafnarsjóðs, þótt hann vanr*kl
innheimtu þess. Standa ber skil á greiðslu aflagjaldsins eigi sjaldnar en mánaðarlöS3
Lágmarksgjald í öllum flokkum er kr. 50.