Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 273
- 263
30. gr.
í hreppum eru hreppstjórar umboðsmenn skattstjóra, en í bæjar-
félögum skipar fjármálaráðherra umboðsmanninn til 6 ára í senn. NÚ
forfallast hreppstjóri eða skorast undan þessum starfa, og er þá oddvita
hreppsins skylt að gegna starfanum. Nú hefur umboðsmaður þegar verið
skipaður í stað hreppstjóra, og skal sú skipan haldast, meðan hann kýs að
sinna starfanum.
Umboðsmenn veita viðtöku framtalsskýrslum, aðstoða við framtöl, ef
þess er óskað, afla þeirra upplýsinga, sem skattstjóri telur sér nauðsyn-
legar við skattálagninguna, og láta fylgja til skattstjóra athugasemdir
sínar um framtölin.
31. gr.
Fjármálaráðherra skipar ríkisskattstjóra, er hefur aðsetur í Reykja-
vík.
Engan má skipa í það embætti, nema hann fullnægi þeim skilyrðum,
sem sett eru í 29. gr. um embættisgengi skattstjóra.
Þá skipar fjármálaráðherra vararíkisskattstjóra. Fullnægja skal
hann hinum sömu skilyrðum um embættisgengi og ríkisskattstjóri.
32. gr.
í ríkisskattanefnd eiga sæti þrír menn og þrír til vara. Fjármála-
ráðherra skipar formann og varaformann nefndarinnar. Skulu þeir fullnægja
skilyrðum til að vera skipaðir héraðsdómarar, hafa lokið prófi í hagfræði
eða viðskiptafræði, vera löggiltir endurskoðendur eða hafa aflað sér sér-
þekkingar á skattalöggjöf og framkvæmd hennar. Aðra nefndarmenn og vara-
menn skipar ráðherra til fjögurra ára úr hópi sex manna, sem Hæstiréttur
tilnefnir sem hæfa til starfsins.
Þrír menn skulu úrskurða í hverju máli. Skal það vera formaður
nefndarinnar eða varaformaður, ásamt tveimur nefndarmönnum eða varamönnum,
eftir ákvörðun nefndarfórmanns hverju sinni.
Ríkisskattanefnd skal vera óháður úrskurðaraðili í ágreiningsmálum
út af álagningu skatta, eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum. í
nefndina má ekki skipa menn, sem gegna ábyrgðar- eða trúnaðarstöðum við
stjórn samtaka atvinnurekenda, stéttarfélaga eða á sviði fjármála og skatt-
heimtu hjá ríki og sveitarfélögum.
33. gr.
Enginn má taka þátt í meðferð máls, hvorki skattákvörðun né kæru,
ef það mál varðar hann sjálfan, konu hans, niðja, foreldra, kjörforeldra
eða fósturforeldra, kjörbörn eða fósturbörn, systkini, kjörsystkini, fóstur-
systkini eða mægðamenn að feðgatali eða ef aðrar ástæður eru til að óttast,
að hann geti eigi litið hlutdrægnislaust á málavöxtu.