Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 259
249
G. Heiðurslaun, sem íslenzkir skattþegnar fá án umsóknar frá inn-
lendum eða erlendum stofnunum fyrir sérstök afrek, skulu aðeins
teljast til skattskyldra tekna að einum fjórða hluta, enda
séu slík heiðurslaun einungis veitt sama aðila í eitt sinn.
Tekjur þær, sem koma til greina við ákvörðun skattsins, eru skatt-
skyldar án tillits til þess, hvernig þeim er varið, hvort hledur gjaldandi
hefur þær sér og skylduliði sína til framfæris, nytsemdar eða munaðar, til
hjúahalds, nema til atvinnurekstrar sé, til þess að færa út bú sitt eða
atvinnuveg, til umbóta á eignum sínum eða til að afla sér fjár, til gjafa
eða hvers annars sem er.
Skattskyldar tekjur erlendra vátryggingarfélaga, sem starfa hér á
landi, telst sá hluti heildarágóðans, sem svarar til hlutfallsins milli
iðgjaldatekna hér á landi og iðgjaldatekna af allri starfsemi þeirra.
8. gr.
Sé hlutafélagi slitið þannig, að það sé algjörlega sameinað öðru
hlutafélagi og hluthafar í fyrrnefnda félaginu fái eingögngu hlutabréf í
síðarnefnda félaginu, sem gagngjald fyrir hlutafé sitt í félagi því, sem
slitið var, þá skulu skiptin sem slík ekki hafa í för með sér skattskyldar
tekjur fyrir þann, sem hlutabréfin lét af hendi.
Við slíkan samruna félaga skal það félag, er við tekur taka við
öllum skattaréttarlegum skyldum og réttindum þess félags, sem slitið var.
Fjármálaráðherra getur sett nánari reglur um samruna hlutafélaga.
9. gr.
Ef félag, sem er sjálfstæður skattaðili og hefur varasjóð,
myndaðan af skattfrjálsum framlögum, ráðstafar honum til annars en þess að
mæta rekstrarhalla fyrirtækisins, skal telja þá fjárhæð að viðbættum tuttugu
af hundraði (20%) til skattskyldra tekna á því ári. Það telst ráðstöfun
á fé varasjóðs samkvaant framansögðu, ef félag ver einhverju af eignum
sínum með eftirgreindum hætti:
A. Veitir hluthöfum, stjórnendum félags eða öðrum lán í peningum
eða öðrum verðmætum eða kaupir af þeim verðbréf, sem ekki eru
viðkomandi rekstri félagsins.
B. Veitir hluthöfum, stjórnendum félags, eigendum sameignarfélags,
aðilum samvinnufélags eða öðrum nokkur fríðindi beint eða óbeint
umfram venjulegar eða eðlilegar launagreiðslur og arðsút-
hlutun eða úttekt af höfuðstól í sameignarfélagi, sem sé meiri
en svari til 10% ársvaxta af bókfærðu eigin fé félagsins.
C. Kaupir eign óeðlilega háu verði að démi skattayfirvalds. Skal
þá meta, hvert verð geti talizt hæfilegt. Mismun hins raun-
verulega kaupverðs og matsverðs telst ráðstafað úr varasjóði
og úthlutun arðs úr félaginu, ef keypt hefur verið af hluthafa.
NÚ hefur félag, sem myndað hefur varasjóð samkvæmt 2. mgr. 17. gr.,
ráðstafað fé á einhvern þann hátt, sem greinir í A-C-liðum þessarar greinar,
og fellur það þá til skattgreiðslu samkvæmt ákvæðum 1. mgr. þessarar
greinar, þó eigi hærri fjárhæð en nemur varasjóði í lok skattársins að
viðbættu 20% álagi skv. 1. mgr.
Nú hrökkva hreinar árstekjur félags að viðbættri þeirri hreinni
eign, sem félagið á umfram varasjóð og hlutafé, eigi fyrir skatt- og
útsvarsgreiðslum og því varasjóðstillagi, sem undanþegið er skattgreiðslu
skv. lögum þessum og er þá heimilt að taka þá fjárhæð, sem á vantar, úr
varasjóði.