Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 281
271
Fyrir endurtekin og stórfelld brot samkvæmt 1., 3. og 4. mgr.
þessarar greinar má dæma menn í allt að 2 ára varðhaldsvist, enda liggi
ekki þyngri refsing við brotum samkvæmt hinum almennu hegningarlögum.
Nefnd, sem í eiga sæti þrír menn, formaður ríkisskattanefndar og
tveir lögfræðingar, sem fullnægja skilyrðum til að vera skipaðir héraðs-
dómarar og fjármálaráðherra skipar til fjögurra ára í senn, skal ákveða
sektir samkvæmt 1., 3. og 4. mgr. þessarar greinar, nema ríkisskattstjóri
eða sökunautur óski, að máli verði vxsað til dómstóla. Formaður ríkis-
skattanefndar skal vera formaður nefndarinnar. Ríkisskattstjóri skal
koma fram fyrir hönd fjármálaráðherra. Nefnd þessi getur og ákveðið
sektir vegna annarra gjalda, sem skattstjórar leggja á, nema ríkisskatt-
stjóri eða sökunautur óski þess, að máli verði vísað til dómstóla.
Um meðferð mála skal farið eftir 41. gr., eftir því sem við á.
49. gr.
Skattstjórum, umboðsmönnum skattstjóra, ríkisskattstjóra, skatt-
rannsóknarstjóra, ríkisskattanefnd og nefnd samkvæmt 6. mgr. 48. gr. er
bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um brot
í opinberu starfi, að skýra óviðkomandi mönnum frá því, er þeir komast
að í sýslan sinni um tekjur og efnahag gjaldþegna.
Hið sama gildir um þá, er veita aðilum samkvæmt 1. mgr. aðstoð við
starf þeirra eða á annan hátt fjalla um framtalsskýrslur manna.
50. gr.
NÚ gegnir einhver ekki skyldu sinni skv. 36. gr. eða skorast undan
að láta þar nefndar upplýsingar, skýrslur og gögn af hendi, og skal þá
ríkisskattstjóri skera úr um skilaskylduna og getur, ef þörf krefur, lagt
við dagsektir, unz skyldunni er fullnægt.
Skiptaráðendur og skiptaforstjórar skulu, að viðlögðum dagsektum
samkvæmt úrskurði ríkisskattstjóra, gefa skattstjóra skýrslu um fjármuni
látinna manna, ef fjármunirnir nema meira en 10.000 kr.
NÚ er svo ástatt sem 1. mgr. segir, og dagsektir teljast eigi ein-
hlítar til að knýja fram skýrslu eða önnur gögn, er þar greinir, og getur
ríkisskattstjóri eða skattrannsóknarstjóri þá vísað sökinni til dómara
(sakadómara) til meðferðar. Dómari skal taka slíkt mál án tafar til rann-
sónkar að hætti opinberra mála, og er ríkisskattstjóra eða skattrannsóknar-
stjóra rétt að vera staddir við þá rannsókn eða láta fulltrúa sína vera það.
Að rannsókn lokinni sendir dómari rannsóknargerðir sínar til ríkisskatt-
stjóra, er hlutast til um frekari meðferð máls að lögum.
51. gr.
Sektir samkvæmt lögum þessum renna í ríkissjóð, og má innheimta
þær með aðför. Um sektir þær, sem ákveðnar verða skv. 48. gr., gilda
þó sömu reglur að því er innheimtu varðar og um tekjuskatt, eftir því sem
viðá, þar á meðal um lögtaksrétt.
Með mál út af brotum á lögum þessum fer að hætti opinberra mála.