Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 241
- 231
4. gr.
Sveitarstjórn annast álagningu og innheimtu skattsins, sem reiknast
af heilum þúsundum matsverðs, og skal sleppa því, sem umfram er.
Eigandi greiðir skattinn, nema um leigujarðir, leigulóðir eða önnur
samningsbundin jarðarafnot sé að ræða. Þá greiðist skatturinn af ábúanda
eða notanda.
Nú verður ágreiningur um gjaldskyldu eða gjaldstofn, og sker þá
yfirfasteignamatsnefnd ríkisins úr. Orskurði nefndarinnar má skjóta til
dómstólanna.
Gjalddagi skattsins er 15. janúar, en heimilt er sveitarstjórn að
ákveða, að skatturinn greiðist að hálfu þá og að hálfu síðar á árinu.
5. gr.
Undanþegin fasteignaskatti eru sjúkrahús, kirkjur, skólar, íþrótta-
hús, endurhæfingarstöðvar, barnaheimili, orlofsheimili launþegasamtaka,
félagsheimili og samkomuhús, sem ekki eru rekin í ágóðaskyni, öryrkja- og
elliheimili og heilsuhæli, þó ekki húsnæði slíkra stofnana, sem notað er
til atvinnurekstrar, bókasöfn og önnur safnhús, svo og hús annarra ríkja,
að svo miklu leyti sem þau eru notuð af sendimönnum þeirra í milliríkja-
erindum. Sama gildir um lóðir slíkra húsa.
Nú eru hús þau, sem um ræðir í 1. mgr. þessarar greinar, jafnframt
notuð til annars en að framan greinir, svo sem til íbúðar fyrir aðra en
húsverði og greiðist skatturinn þá hlutfallslega miðað við slík afnot.
Heimilt er sveitarstjórn að lækka eða fella niður fasteignaskatt,
sem efnalitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða. Sama
gildir um slíka lífeyrisþega, sem ekki hafa verulegar tekjur umfram elli-
og örorkulífeyri.
Heimilt er sveitarstjórn að undanþiggja nýjar íbúðir og íbúðarhús
ásamt lóðarréttindum fasteignaskatti í allt að tvö ár, eftir að afnot
hefjast.
6. gr.
NÚ er afnotum fasteignar, sem metin er sem ein heild, þann veg
háttað, að greiða ber fasteignaskatt af henni samkvæmt báðum gjaldflokkum
2. mgr. 3. gr., og skulú þá þeir, sem annast mat nýbygginga og endurbóta
fasteigna, ákveða hlutfallslega skiptingu matsverðs slíkra eigna eftir
afnotum.
7. gr.
Fasteignaskattinum fylgir lögveð í fasteign þeirri, sem hann er
lagður á, og skal ásamt dráttarvöxtum í 2 ár frá gjalddaga ganga fyrir
öllum öðrum veðkröfum, er á eigninni hvíla. Ef hús hrennur, eftir að
skatturinn er fallinn í gjalddaga, er sami forgangsréttur fyrir honum í
brunabótafjárhæð hússins.