Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 262
252
C. Ferðakostnað þeirra skattgreiðenda, er fara langferðir vegna
atvinnu sinnar, eftir mati skattayfirvalda. Nánari ákvæði skulu
sett í reglugerð.
D. Einstakar gjafir til menningarmála, vísindalegra rannsóknar-
stofnana, viðurkenndrarlíknarstarfsemi og kirkjufélaga,,þó ekki
yfir 10% af skattskyldum tekjum gefanda, enda sé hver gjöf ekki
undir 300 kr. Fjármálaráðherra ákveður í reglugerð, hvaða mála-
flokkar og stofnanir komi til greina samkvæmt þessum staflið.
E. Kostnað við öflun þóka, tímarita og áhalda til vísindalegra og
sérfræðilegra starfa, enda sé þessi kostnaðarliður studdur
fullnægjandi gögnum.
F. Þegar skattur er lagður á tekjur, sem renna til einstaklinga,
félaga eða stofnana, sem ekki eiga heimili hér á landi, má
draga frá tekjunum þau útgjöld, sem þeinlínis koma við þessum
tekjum.
13. gr.
Frá tekjum skal enn draga, áður en skattur er á þær lagður:
A. Kostnað við stofnun heimilis. Skal hann dreginn frá tekjum
hjóna, á því ári, sem þau ganga í hjúskap, og skal sá frádráttur
nema 127.900 kr. Telji hjónin fram til skatts sitt í hvoru lagi,
skiptist frádrátturinn jafnt milli þeirra.
B. Helming af björgunarlaunum, er áhafnir skipa hljóta. Þetta
gildir þó ekki um áhafnir þeirra skipa, sem eingöngu eru
björgunarskip.
C. Iðgjöld launþega til stéttarfélaga, sjúkrasjóða og styrktar-
sjóða, þó ekki umfram 5% - fimm af hundraði - af launatekjum.
Iðgjöld atvinnurekenda til sjúkrasjóða, styrktarsjóða og at-
vinnuleysistryggingasjóða. Enn fremur félagsgjöld til atvinnu-
rekendafélaga, þó ekki umfram 5 °/oo - fimm af þúsundi - af
veltu fyrirtækjanna.
D. Iðgjöld af lífeyri, sem skattgreiðandi er skyldur lögum sam-
kvæmt að tryggja sér eða maka sínum og bölrnum eftir sinn dag,
svo og iðgjöld af hverri annarri lögboðinni persónutryggingu,
Enn fremur skal draga frá tekjum þeirra skattgreiðenda, sem
eigi eru að lögum skyldir að tryggja sér eða maka sínum og
börnum lífeyri, iðgjöld af slíkum lífeyri, sem sannanlega hafa
verið greidd á árinu allt að 10^g af launum eða nettótekjum
skattgreiðandans, þó ekki hærri upphæð en 58.200 kr. á ári.
Heimilt er þó fjármálaráðherra að leyfa hærri iðgjaldagreiðslu
til frádráttar tekjum ef sérstakar ástæður mæla með því.
Greiði vinnuveitandi hluta af frádráttarhæfu iðgjaldi eða það
allt, dregst það frá tekjum hans sem rekstrargjöld, en telst
ekki til tekna hjá launþega, og minnkar þá réttur hans til frá-
dráttar á iðgjaldi, sem því nemur, og hverfur að fullu, ef
vinnuveitandi greiðir allt iðgjaldið.
Ákvæði þessi gilda, þó að lífeyristrygging sé ekki bundin við lífstíð
manns, heldur ákveðið árabil, enda sé það ekki skemmra en 10 ár (annu-
itetstrygging).