Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 261
251
11. gr.
Frá tekjum skal draga, áður en skattur er á þær lagður:
A. Rekstrarkostnað, það er þau gjöld, sem eiga á árinu að ganga til
að afla teknanna, tryggja þær og halda þeim við, þar á meðal
vexti af skuldum, er beinlínis stafa af atvinnu eða öflun tekna,
svo og fyrningu, sbr. 15. gr., aðstöðugjald, landsútsvör og það,
sem varið er til tryggingar og nauðsynlegs viðhalds á arðberandi
eignum gjaldanda. Til rekstrarkostnaðar telst enn fremur launa-
uppbót greidd starfsmönnum og verkamönnum, hvort sem hún er
goldin í reiðufé eða hlutabréfum. Með rekstrarkostnaði telst
ekki það, sem gjaldandi hefur varið sér og skylduliði sínu til
framfæris og notkunar, eigi heldur kaup handa honum sjálfum né
neinum af skylduliði hans, nema sá telji tekjur sínar fram sér
í lagi. Eigi má gjaldandi heldur telja til rekstrarkostnaðar
vexti af fé, sem hann hefur sjálfur lagt í atvinnurekstur sinn,
né félag eða stofnun vexti af hlutafé, stofnfé eða tryggingafé,
og ekki má færa til gjalda greiðslu fyrir einkaleyfi eða
verzlunarleyfi.
B. Tap á útistandandi skuldum, enda stafi skuldin beinlínis af
atvinnurekstri eðila og vitanlegt, að hún sé töpuð. Það árið
kemur töpuð skuld til frádráttar, er vitanlegt þykir, að hún sé
töpuð. NÚ greiðist skuld, er áður var talin töpuð, að einhverju
eða öllu leyti, og skal hið greidda þá talið til tekna það ár,
sem greiðsla átti sér stað
Tap, sem verður á atvinnurekstri félaga eða einstaklinga og skatt-
þegn hefur eigi valið að mæta með færslu úr arðjöfnunarsjóði eða varasjóði
samkvæmt 9. gr., má flytja milli ára um fimm áramót og draga frá skatt-
skyldum tekjum, þar til það þannig er að fullu jafnað, enda hafi verið
gerð fullnægjandi grein fyrir tapinu á framtali til tekju- og eignaskatts
fyrir það ár, þegar tapið varð. Þann hluta rekstrartapa, sem myndazt hefur
vegna fyrninga, samkvæmt C-lið 15. gr., og ekki hefur verið jafnaður að
fullu samkvæmt 1. málslið, má flytja á milli ára og draga frá skattskyldum
tekjum, unz hann er að fullu jafnaður. Á sama hátt má flytja á milli ára
þann hluta rekstrartapa, sem myndast hafði til ársloka 1970 vegna fyrninga
samkvæmt B-lið 15. gr. laga nr. 90/1965, og draga frá skattskyldum tekjum,
unz hann er að fullu jafnaður. Milli ára er þó ekki leyfilegt að færa
tap, ef það eða skuldir þær,;sem mynduðust þess vegna, hefur verið eftir-
gefið.
C. Frá embættistekjum skal draga þann kostnað, sem embættis-
reksturinn hefur í för með sér, svo sem skrifstofukostnað og
lögmæltar kvaðir, er á embættinu hvíla.
12. gr.
Frá tekjum skal og draga, áður en skattur er á þær lagður:
A. Vexti af skuldum gjaldanda, öðrum en þeim, er um ræðir í A-lið
11. gr. Þó skal gjaldanda heimilt að eignfæra vexti af lánum
til öflunar eigna, þar til þær eru hæfar til tekjuöflunar, sbr.
B-lið 15. gr. Afföll af seldum verðbréfum má greiðandi færa
til gjalda í samræmi við reglu 3. mgr. D-liðs 1. mgr. 7. gr.
B. Eignarskatt félaga, sem greiddur hefur verið á árinu.