Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 249
239
til sveitarsjóðs. Krafa sveitarsjóðs í þrotabú kaupgreiðanda
vegna slíkra greiðslna skal vera forgangskrafa og í skuldaröð
með þeim kröfum, sem nefndar eru í a-lið 83. gr. laga nr.
3/1878, um skipti á dánarbúum og félagsbúum o.fl. Útsvars-
gjaldandi, sem ofgreitt hefur útsvar til kaupgreiðanda sam-
kvæmt þessari grein, á rétt á endurgreiðslu beint úr sveitar-
sjóði, hvort sem kaupgreiðandi hefur greitt sveitarsjóðnum
útsvarið eða ekki.
n. Sveitarstjórn setur nánari reglur um innheimtu útsvara eftir
þessari grein.
31. gr.
Á sama hátt og með sömu viðurlögum og í 30. gr. segir getur sveitar-
stjórn eða innheimtumaður, er hún setur fyrir sig, krafizt útsvarsgreiðslu
af kaupi gjaldþegns hjá kaupgreiðanda í öðru sveitarfélagi svo og skýrslna
um starfsmenn, sbr. g- og h-liði, þó ekki með almennri auglýsingu.
32. gr.
Hjón bera ábyrgð á útsvarsgreiðslu hvors annars, enda búi þau saman,
þegar álagning fer fram.
33. gr.
Sama rétt og gjaldendur hafa til þess að kæra út af útsvari til
skattstjóra og áfrýja úrskurðúm til ríkisskattanefndar hafa og sveitar-
stjórnir, sem hlut eiga að máli.
34. gr.
NÚ þykir sýnt, að innheimtar tekjur hrökkvi ekki til greiðslu gjalda
á reikningsárinu, og getur þá sveitarstjórn ákveðið hækkun álagðra útsvara,
sem svarar því, sem á vantar, þannig að öll útsvör verði hækkuð eftir
ákveðnu hundraðshlutfalli.
Álögð útsvör, að viðbættri hækkun, mega ekki hærri vera en fyrir
er mælt í 25. gr.
35. gr.
NÚ ákveður sveitarstjórn að nota heimild í 34. gr. um hækkun útsvara,
og skal hún þá auglýsa þá ákvörðun sína í blöðum á staðnum eða með öðrum
hætti. Viðbótargjöld þessi falla í gjalddaga viku eftir birtingu auglýsingar
innar.
V. KAFLI
Um aðstöðugjald.
36. gr.
Heimilt er sveitarstjórnum að innheimta aðstöðugjald í sveitarsjóð
hjá atvinnurekendum og öðrum þeim, sem sjálfstæða atvinnu hafa í sveitar-
félaginu, samkvæmt ákvæðum þessa kafla.