Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 260
250
Arðjöfnunarsjóði, eftirlaunasjóði og aðra sjóði, sera ekki eru
stofnaðir með skattfrjálsum framlögum, má ekki telja sem varasjóð.
10. gr.
Til tekna telst ekki:
A. Sá eignarauki, sem stafar af því, að fjármunir skattgreiðanda
hækka x verði. Hins vegar kemur ekki heldur til frádráttar
tekjum, þótt fjármunir lækki í verði, ekki heldur tekjur, sem
stafa af sölu á eignum skattgreiðanda, að meðtölum verðbréfum,
nema slík sala falli undir atvinnurekstur hlutaðeigandi skatt-
greiðanda, t.d. fasteignaverzlun, eða að hún falli undir ákvæði
í 7. gr. E. Þegar svo stendur á, telst verzlunarhagnaðurinn
af sölunni til tekna, en draga má frá honum þann skaða, sem
kynni að hafa orðið af sams konar sölu á árinu.
B. Eignarauki, sem stafar af arftöku, fyrirframgreiðslu upp í arf,
fallinn eða ófallinn, enda hafi erfðafjárskattur verið greiddur,
af stofnun hjúskapar, útborgun lífsábyrgðar, örorkubóta eða þess
háttar.
C. Lántaka, eyðsla höfuðstóls eða eftirgjöf skulda, sem sannazt
hefur um við gjaldþrot, nauðasamninga eða á annan fullnægjandi
hátt, að eignir voru ekki til fyrir. Eftirgjöf skulda telst
þó til tekna, ef uppgjöfin kemur fram sem kaupauki, gjöf eða
úthlutun arðs úr hlutafélagi.
D. Endurgreiðsla, er skattgreiðandi fær, ef hann verður að vera um
stundarsakir fjarverandi frá heimili sínu vegna starfa í al-
menningsþarfir.
E. Eignarauki, sem stafar af aukavinnu, sem einstaklingar leggja
fram utan venjulegs vinnutíma við byggingu íbúða til eigin
afnota.
Þessi eignaauki skal þó skattlagður, að svo miklu leyti sem
hann fæst endurgreiddur í söluverði íbúðar, hafi hann myndazt
innan 5 ára fyrir söludag.
F. Jarðræktarframlag ríkisins samkvæmt 2. kafla jarðræktarlaganna,
nr. 45 17. maí 1950, sbr. lög nr. 29/1955.
G. Fæði, er sjómenn á skipum og aðrir launþegar, er vinna utan
heimilissveitar sinnar, fá hjá vinnuveitendum sínum. Sama
gildir, þótt unnið sé innan heimilissveitar, ef eigi er um fullt
fæði að ræða eða samsvarandi hæfilegan fæðisstyrk í þess stað.
H. Beinar launagreiðslur erlendis frá fyrir störf í þágu þeirra al-
þjóðastofnana eða ríkjasamtaka, sem íslenzka ríkið er aðili að,
enda njóti starfsmenn hlutaðeigandi stofnana skattfrelsis af
launum fyrir hliðstæð störf. Starfræki slíkir aðilar stofn-
anir hérlendis, ákveður ráðherra um skattaðstöðu þeirra.
I. Persónuafsláttur og barnabætur samkvæmt ákvæðum B- og C-liða
25. gr.