Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 272
262
Af næstu 1.000.000.oo kr. skattgjaldseign greiðist 0.6%.
Af þeirri skattjaldseign, sem þar er umfram, greiðist 1.0%.
2. Skattur af eignum þeirra innlendu og erlendu félaga og annarra
skattskyldra aðila, sem um ræðir í 5. gr., skal vera 1.4% af
skattgjaldseign.
3. Eignarskatt, sem ekki nær 100 kr., skal fella niður við álagningu.
V. KAFLI
Um skattumdæmi, skattstjóra, ríkisskattanefnd o.fl.
27. gr.
Tekju- og eignarskattur samkvæmt lögum þessum skal ákveðinn af
skattstjórum, en þeir eru einn í hverju skattumdæmi, sþr. 28. gr.
28. gr.
Á landinu skulu vera þessi skattumdæmi:
1. Reykjavík.
2. Vesturlandsumdæmi, sem nær yfir Akraneskaupstað, Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu, Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og Dalasýslu.
3. Vestfjarðaumdæmi, sem nær yfir Barðastrandarsýslur, ísafjarðar-
sýslur og Isafjarðarkaupstað svo og Strandasýslu.
4. Norðurlandsumdæmi vestra, sem nær yfir Húnavatnssýslur, Skaga-
fjarðarsýslu, Sauðárkrókskaupstað og Siglufjarðarkaupstað.
5. Norðurlandsumdæmi eystra, sem nær yfir Eyjafjarðarsýslu, Akur-
eyrarkaupstað, Ólafsfjarðarkaupstað, Þingeyjarsýslur og Húsa-
vxkurkaupstað.
6. Austurlandsumdæmi, sem nær yfir Múlasýslur, Seyðisfjarðar-
kaupstað, Neskaupstað og Austur-Skaftafellssýslu.
7. Suðurlandsumdæmi, sem nær yfir Vestur-Skaftafellssýslu, Rangár-
vallasýslu og Árnessýslu.
8. Vestmannaeyjakaupstaður.
9. Reykjanesumdæmi, sem nær yfir Gullbringu- og Kjósarsýslu, Kópa-
vogskaupstað, Hafnarfjarðarkaupstað, Keflavíkurkaupstað og
Keflavíkurflugvöll.
Fjármálaráðherra ákveður aðsetur skattstjóra í hverju umdæmi.
Þá getur og fjármálaráðherra, ef sérstaklega stendur á, ákveðið önnur mörk
milli einstakra skattumdæma en í 1. málsgr. segir.
29. gr.
Fjármálaráðherra skipar skattsjóra í hverju skattumdæmi. <
Engan má skipa sem skattstjóra, nema hann:
1. hafi óflekkað mannorð eða hafi ekki hlotið dóm fyrir refsi-
verðan verknað, slíkan sem um ræðir í 1. málsgr. 68. gr. almennra
hegningarlaga,
2. sé lögráða og hafi forræði fjár síns,
3. sé íslenzkur ríkisborgari,
4. hafi lckið prófi í lögræði, hagfræði eða viðskiptafræði, sé
löggiltur endurskoðandi eða hafi aflað sér sérmenntunar á skatta-
löggjöf og framkvæmd hennar. '
Víkja má þó frá þessu, ef maður hefur áður gegnt skattstjórastarfi.
Skattstjóri hefur umboðsmann í sveitarfélögum í skattumdæmi sínu,
sem eru utan aðseturs hans.