Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 266
256
þær, er um getur í C-liS, með sérstakri fyrningu, er má nema fjárhæð
jafnri skattskyldum hluta söluhagnaðar samkvæmt E-lið 1. mgr. 7. gr»,
á sama rekstrarári og söluhagnaður er skattlagður. Eigi má mynda rekstrar-
halla vegna fyrninga samkvæmt þessari mgr. og ekki nota þær til að fresta
yfirfærslu tapa frá fyrri árum.
E. Fyrningarverð íbúðarhúsnæðis skal vera jafnt fasteignamatsverði.
Einnig er eiganda íbúðar, sem hann notar fyrir sjálfan sig og
fjölskyldu sína, heimilt að beita sömu fyrningarreglu um
aðra íbúð, er hann kann að eiga í sömu eða annarri fasteign, án
tillits til fasteignamatsverðs hennar, eða annað íbúðarhúsnæði
í fasteign þeirri, er hann býr í, enda sé fasteignamatsverð
þess eigi hærra en íbúðar þeirrar, sem hann býr í. Þessi heimild
eiganda miðast við aðstæður við upphaf fyrningartíma og skal
notuð þá strax og halda gildi sínu allan eignarhaldstíma hans
á þessu húsnæði.
Árlegan frádráttarbæran viðhaldskostnað húsnæðis, sem fyrnt er sam-
kvæmt 1. mgr., má ákveða sem fastan hundraðshluta af fasteignamatsverði.
Fjármálaráðherra getur í reglugerð ákveðið um flokkun húsnæðis
samkvæmt 1. mgr. eftir gerð og byggingarefni og ákveðið árlegan hundraðs-
hluta fyrningar og viðhaldskostnaðar.
16. gr.
Ef foreldrar barns, sem ekki er fullra 17 ára í byrjun þess almanaks-
árs þegar skattur er lagður á, búa ekki saman og annað þeirra hefur barnið
hjá sér en hitt greiðir meðlag skal meðlagsgreiðslan talin að hálfu til
tekna hjá því foreldri, sem við henni tekur, og að hálfu til frádráttar frá
tekjum þess foreldris, sem innir hana af hendi. Meðlagsgreiðsla til ein-
stæðs foreldris telst ekki til tekna hjá því. Greiddur barnalífeyrir
skv. 14. gr. og 35. gr. laga nr. 67/1971, um almannatryggingar, vegna
barns, sem ekki er fullra 17 ára í byrjun þess almanaksárs þegar skattur
er lagður á, skal teljast að hálfu til tekna ef annað hvort foreldra er
látið eða barnið er ófeðrað. Þó telst hann ekki til tekna hjá einstæðu
foreldri. Meðlagsgreiðslur samkvæmt þessari málsgrein skulu takmarkaðar
við sömu upphæð og fjárhæð þess barnalífeyris nemur, sem greiddur er skv.
14. gr. laga nr. 67/1971, um almannatryggingar.
Frá tekjum þeirra, sem eru við nám, er heimilt að draga náms-
kostnað að mati ríkisskattstjóra.
17. gr.
Félög þau, sem um ræðir í A-lið 1. mgr. 5. gr., mega draga frá
hreinum tekjum sínum útborgaðan arð allt að 1 Cfío af nafnverði hlutafjár
eða stofnfjár.
Ef nokkuð af hreinum tekjum félaga samkvæmt 1. mgr. þessarar
greinar, svo og félaga samkvæmt B-, C-, D- og E-liðum 5. gr., er lagt í
varasjóð, er sú upphæð undanþegin tekjuskatti og skal koma til frádráttar
við ákvörðun skattgjaldstekna. Þó eigi hærri fjárhæð en nemur 1/4 hluta
af hreinum tekjum félags, eftir að frá hafa verið dregnar þær fjárhæðir,
sem um ræðir í 1., 3. og 4. mgr. þessarar greinar, en áður en tekju-
skattur og tekjuútsvar, sem greitt hefur verið á árinu, er dregið frá
tekjum.