Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 278
268
NÚ telur ríkisskattstjóri ástæðu til að breyta ályktun skattstjóra
um skattákvörðun samkvæmt lögum þessum, enda séu uppfyllt skilyrði 38. gr.,
ef um hækkun er að ræða, eða öðrum lögum um skatta og gjöld, sem lögð eru
á af skattstjórum, og getur hann þá gert gjaldþegni skatt að nýju. Heimilt
er gjaldanda að kæra slíka álagningu til ríkisskattanefndar eftir reglum
41. gr.
43. gr.
Áfrýjun skattákvörðunar eða deila um skattskyldu frestar ekki
eindaga tekju- eða eignaskatts né leysir undan neinum þeim viðurlögum, sem
lögð eru við vangreiðslu hans. En ef skattur er lækkaður eftir úrskurði
eða dómi eða niður felldur, skal endurgreiðsla þegar fara fram. Víkja
má frá ákvæði 1. málsliðs, ef sérstaklega stendur á, samkvæmt ákvörðun
ríkisskattstjóra.
44. gr.
Skattstjórar og ríkisskattanefnd skulu halda gerðabækur í því formi,
er fjármálaráðherra fyrirskipar. Þá skulu og skattstjórar gefa Hagstofu
íslands skýrslu í því formi, sera hún ákveður, um framtaldar eignir og
tekjur, álagða skatta og önnur atriði, sem tilgreind eru í framtölum.
45. gr.
Fjármálaráðherra hefur eftirlit með því, að skattstjórar, ríkis-
skattstjóri og ríkisskattanefnd ræki skyldur sínar. Hann hefur rétt til
að fá sendar framtalsskýrslur og krefja skattstjóra og ríkisskattstjóra
skýringa á öllu því, er framkvæmd laga þessara varðar.
46. gr.
Gjalddagi tekju- og eignarskatts skal vera 1. ágúst ár hvert eða
1. dagur næsta mánaðar eftir álagningu, fari hún seinna fram. Lögreglu-
stjórar, í Reykjavík Gjaldheimtan, sbr. reglugerð nr. 95/1962 - innheimta
tekju- og eignarskatt.
Sé skatturinn eigi greiddur innan mánaðar frá gjalddaga skal greiða
ríkissjóði dráttarvexti af því sem ógreitt er, talið frá og með gjalddaga.
Dráttarvextir eru þeir sömu og hjá innlánsstofnunum, sbr. 13. gr. laga
nr. 10 frá 29. marz 1961 og ákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma.
Dráttarvextir reiknast með sama hætti og hjá innlánsstofnunum.
Fjármálaráðherra getur með reglugerð sett fyllri ákvæði um inn-
heimtuna, svo sem að gjalddagar skuli vera fleiri en einn á ári, þar sem
það þykir henta, um tilbúning og sölu skattmerkja og þess háttar. Einnig
getur fjármálaráðherra með reglugerð skyldað kaupgreiðendur til að gefa
skýrslur um mannahald og halda eftir og skila til innheimtumanns upp í
þinggjöld manna hluta af kaupi þeirra til lúkningar gjöldunum, og má í
reglugerðinni setja ítarlegri ákvæði um allt, er að þessu lýtur. Kaup-
greiðandi ábyrgist þá fé það, er hann hefur haldið eftir sem geymslufé.
Fé þetta og gjöld, er ekki hefur verið haldið eftir vegna vanrækslu kaup-
greiðanda, má taka lögtaki hjá honum sem eigin skattar væru. NÚ vanrækir
kaupgreiðandi að halda fé eftir upp í gjöldin, skila innheimtufé eða
umkröfðum skýrslum, og má þá einnig beita sektum, ef eigi er úr bætt innan
hæfilegs frests, er innheimtumaður ákveður. NÚ skilar kaupgreiðandi ekki
fé innan þess frests, sem þannig er ákveðinn, og ábyrgist hann þá einnig
greiðslu dráttarvaxta, sem gjaldarida kunna að verða reiknaðir vegna vanskila
á innheimtufé.