Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 240
230
L Ö G
um tekjustofna sveitarféiaga
(Nr. 8, 22. marz 1972, með breytingum skv. lögum nr. 36,
24. apríl 1973, 1. nr. 104, 24. desember 1973 og 1. nr.
11, 28, apríl 1975).
I. KAFLI
Almenn ákvæði.
1. gr.
Tekjustofnar sveitarfélaga eru þessir:
a. Fasteignaskattur.
b. Framlög úr Jöfnunarsjóði.
c. (Jtsvör.
d. Aðstöðugjöld.
Fer um tekjustofna þessa samkvæmt því, er lög þessi ákveða.
2. gr.
Auk tekna samkvæmt 1. gr. hafa sveitarfélög tekjur af eignum sínum
eigin atvinnurekstri og stofnunum, sem reknar eru í almenningsþágu, svo sem
vatnsveitum, rafmagnsveitum, hitaveitum o.fl., enn fremur ýmsar aðrar tekjur,
svo sem leyfisgjöld o.fl., allt eftir því, sem lög og reglugerðir mæla fyrir
um.
II. KAFLI
Um fasteignaskatt.
3. gr.
Á allar fasteignir, sem metnar eru í fasteignamati, sbr. þó 5. gr.,
skal árlega leggja skatt til sveitarfélags, þar sem fasteign er.
Skattur þessi skal miðaður við fasteignamat og vera svo sem hér segir:
a. |% af fasteignamati íbúða og íbúðarhúsa ásamt lóðarréttindum,
erfðafestulanda og jarðeigna, sem ekki eru nytjaðar til annars
en landbúnaðar, útihúsa og mannvirkja á bújörðum, sem tengd
eru landbúnaði.
b. 1% af öllum öðrum fasteignum, sem metnar eru í fasteignamati.
Heimilt er sveitarstjórn að innheimta álag á fasteignaskatt samkvæmt
öðrum hvorum eða báðum stafliðum 2. málsgreinar þessarar greinar. Álag má
ekki hærra vera en 50% og þarf ekki að vera jafnhátt samkvæmt báðum stafliðum.
1 sveitarfélagi, þar sem bæði er þéttbýli og dreifbýli, er sveitarstjórn
heimilt að undanþiggja fasteignir í dreifbýli álagi á fasteignaskatt, sbr.
3. mgr.
Auk þess skatts, sem um ræðir í 2. og 3. mgr. þessarar greinar, er
sveitarstjórn heimilt að leggja skatt á hlunnindi, sem eru í eign utansveitar-
manna, sem nemur 4% af virðingarverði þeirra.