Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 267
- 257
Félög þau, sem um ræðir í B-lið 1. mgr. 5. gr., mega draga frá
hreinum tekjum sínum sem myndast vegna viðskipta við félagsmenn, það fé,
sem þau greiða félagsmönnum sínum í árslok eða færa þeim til séreignar
í stofnsjóði samkvæmt lögum nr. 46 13. júní 1937, í hlutfalli við við-
skipti þeirra á árinu, sbr. 5. mgr. Vexti af stofnsjóðsinnstæðum skal
samkvæmt 11. gr. draga frá skattskyldum tekjum allt að því hámarki, sem
ákveðið er í fyrrgreindum lögum um samvinnufélög, 3. gr. 7. tl.
Félög, sem hafa það að meginmarkmiði sínu að vinna úr eða selja
afurðir félagsmanna sinna, eða að því leyti sem félög annast slíka starf-
semi, mega þau draga frá hreinum tekjum sínum, sem myndast vegna viðskipta
við félagsmenn, það fé sem þau úthluta félagsmönnum sínum í hlutfalli við
framlög þeirra af afurðum. Fé, sem þannig er úthlutað, telst ekki til
skattskyldra tekna hjá félaginu, en til tekna hjá einstökum félagsmönnum.
Hafi félög þau, sem um ræðir í 3. mgr. þessarar greinar, viðskipti
við aðra en félagsmenn sína, eru allar hreinar tekjur af viðskiptunum skatt-
skyldar hjá félögunum. Við ákvörðun skattgjaldstekna er þessum félögum
þó jafnan heimilt að draga frá arð af viðskiptum við félagsmenn sína á
skattárinu, er nemi allt að 2/3 hlutum hreinna tekna. 1 smásöluverzlun
skal þó slíkur afsláttur aldrei nema meira en 6% af viðskiptum félags-
manns.
Innlend vátryggingarfélög mega draga frá tekjum sínum það fé, er
þau leggja til hliðar til að inna af hendi skyldur sínar við vátryggingar-
taka eða vátryggða.
Við ákvörðun hreinna tekna samkvæmt 1. - 4. mgr. þessarar greinar
skal eigi telja með skattskyldar tekjur samkvæmt ákvæðum 9. gr., og frá
skal draga yfirfæranleg töp frá fyrri árum, sbr. 2. mgr. B-liðs 11. gr.,
og frádrátt samkvæmt 6. mgr. þessarar greinar.
Eigi má mynda yfirfæranlegt rekstrartap með greiðslum þeim eða fram-
lögum, sem um ræðir í 1. - 4. mgr. þessarar greinar.
18. gr.
Tekjuskatt skal miða við tekjur næsta almanaksár á undan skatt-
ákvörðun, nema annað sé venjulegt rekstrarár í atvinnugrein aðila eða hann
sýnir, þegar hann telur fram, að hann hafi annað reikningsár, enda getur
skattstjóri þá veitt honum heimild til að hafa það reikningsár í stað
almanaksársins.
Tekjur skal að jafnaði telja til tekna á því ári, sem þær verða
til, þ.e. þegar vegna þeirra hefur myndazt krafa á hendur einhverjum,
nema um óvissar tekjur sé að ræða.
Ef skattþegnar, einstaklingar eða félög semja um skipti sín í fjár-
málum á hátt, sem er verulega frábrugðinn því, sem almennt gerist í slíkum
viðskiptum, skulu verðmæti, sem án slíkra samninga hefðu runnið til
annars skattþegnsins, en gera það ekki vegna samningsins, teljast honum til
tekna.
Að loknum frádrætti samkvæmt ákvæðum þessa kafla skal sleppa því,
sem afgangs verður, þegar tekjuhæðinni er deilt með 100. Af þeirri tekju-
hæð, sem þá er eftir, reiknast skattgjaldið samkvæmt 25. gr.