Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 265
- 255
Verði almennar verðbreytingar til hækkunar á eignum þeim, sem
taldar eru í 1. og 2. tl. A-liðs 1. mgr. hér að framan, er skattþegni
heimilt að fyrna slíkar eignir sérstakri, óbeinni fyrningu, sem reiknuð
skal af krónutölu þeirra fyrninga, sem hann notar á árinu með heimild í
1. - 3. tl. C-liðs þessarar greinar. Skulu þær ákveðnar eftir verðhækkunar-
stuðli, sem svari til hinna almennu verðbreytinga, er átt hafa sér stað
á skattárinu. Við ákvörðun verðhækkunarstuðuls fyrir húseignir skal hafa
til hliðsjónar breytingar á vísitölu byggingarkostnaðar. Verðhækkunarstuðul
fyrir fyrnanlegar eignir í atvinnurekstri samkvæmt 1. tl. A-liðs grein-
arinnar skal einkum miða við verðbreytingar á þeim eignum, sem fluttar
eru til landsins. Heimilt er að ákveða mismunandi verðhækkunarstuðla
fyrir mismunandi tegundir eigna. Verðhækkunarstuðlar skulu ákveðnir af
fjármálaráðuneytinu í samráði við Hagstofu íslands, Þeir skulu birtir
að liðnu hverju skattári, svo fljótt sem verða má.
Ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi má víkja frá reglum þessa staf-
liðs um hámarksfyrningu og niðurlagsverð. Ríkisskattstjóri veitir heimild
til þessa fráviks. Verði fyrnanleg eign samkvæmt þessum staflið ónothæf,
áður en fyrningu hennar er lokið, og eftirstöðvar bókfærðs verðs hennar
eru hærri en niðurlagsverð eða tjónabætur, má færa mismuninn til gjalda
á því ári. NÚ er fyrnánleg eign samkvæmt þessum staflið seld eða hún
eyðileggst, og skal þá reikna ársfyrningu til gjalda hlutfallslega miðað
við söludag eða tjóndag. Þó má fyrna niður söluverð eða tjónabætur, sé
það lægra en bókfært verð.
D. Til viðbótar þeirri föstu fyrningu, sem um ræðir í C-lið, er
heimilt að fyrna eignir þær, er getur í 1. - 3. tl. C-liðs,
aðrar en íbúðar- og skrifstofuhúsnæði, með sérstakri fyrningu,
er nemi að hámarki 3Cff> af heildarfyrningarverði þeirra, að
frádreginni hækkun vegna endurmats skv. ákvæðum til bráða-
birgða.I. Eigandi ræður hvenær hann notar heimild þessa, en
aldrei má hann nota meira en fimmta hluta þessara sérstöku
fyrninga á einu ári.
Eigi má mynda rekstrarhalla vegna fyrningar samkvæmt 1. mgr. og
ekki nota þessar fyrningar til að fresta yfirfærslu tapa frá fyrri árum.
óendurkræfa styrki til öflunar á fyrnanlegum eignum samkvæmt A-lið,
aðra en þá, sem um ræðir í F-lið 10. gr., skal telja til tekna á því ári,
sem ákvörðun er tekin um slíkt, og til eignar sem hluta kostnaðarverðs
eignanna, sbr. l.mgr. B-liðs, Á sama rekstrarári er heimilt að fyrna
þessar eignir með sérstakri fyrningu, er nemi sömu fjárhæð og styrkirnir.
Þessi sérstaka fyrning rýrir ekki aðrar heimildir til fyrninga samkvæmt
þessari grein.
Hvers konar eftirgjafir eða afslættir af kostnaðarverði fyrnan-
legra eigna, eftir að þær er hæfar til teknaöflunar, svo og skaðabætur
vegna galla, eftirgjafir skulda að öllu eða nokkru, óendurkræfar eða ekki
endurkrafðar afborganir skulda, sem greiddar hafa verið af öðrum, enda
hafi skuldirnar stofnazt vegna öflunar þessara eigna, skulu teljast til
tekna á því rekstrarári, sem ákvörðun er tekin um slíkt. Sama gildir um
gengishagnað vegna slíkra skulda. Á sama ári er heimilt að fyrna þessar
eignir með sérstakri fyrningu, er nemi sömu fjárhæð og talin var til
tekna vegna þessa, þó eigi meira en nemur ófyrndum eftirstöðvum heildar-
fyrningarverðs eignanna. Þessi sérstaka fyrning rýrir ekki aðrar heim-
ildir til fyrninga samkvæmt þessari grein.
Til viðbótar þeim fyrningum, sem heimilar eru samkvæmt C-lið, svo
og til viðbótar eða í stað heimilaðra hundraðshluta fyrninga samkvæmt
1. og 2. mgr. þessa stafliðs, og að svo miklu leyti sem ófyrndar eftir-
stöðvar heildarfyrningarverðs eignanna leyfa, er heimilt að fyrna eignir